19.12.10

5 dagar til jóla.

Í dag er 4. í aðventu. Júlli fór til Þýskalands að fylla á vínsrekkann og fleira fyrir jólin. Á fimmtudaginn fórum við í jólatívolí í Köben með Siggu Birnu. Það var alveg frábært. Kári og Þórdís fengu turpass til að komast í tækin. Til að Styrmir fengi að komast í hringeggjur þurfti Þórdís að þykjast vera 14 ára og það tókst. Kári sem er ekki alveg orðinn 120 cm þurfti líka að ganga á tánum til að komast í nokkur tæki, eins og td. rússíbanann, sem þú fóru nokkrum sinnum í :)
Við vorum því með 14 ára stelpu, strák sem er 120 cm og einn 2ja ára. Kári hafði smá áhyggjur af því að fá kartöflu í skóinn ;)
Eftir Tívolí fórum við á ítalskan pizzastað og tókum með pizzur heim til Siggu Birnu, sem býr bara alveg niðri í bæ. Við vorum komin heim seint og öll börnin sofnuðu á leiðinni og ég líka(aumingja Júlli).
Þórdís byrjaði í jólafríi á föstudaginn, en strákarnir verða á leikskólanum til 22. des. Það er fallegur jólasnjór yfir öllu og við erum farin að hlakka til jólanna.
Við vorum búin að leita að önd hérna í Svíþjóð án árangur svo við skruppum í Nettó í DK og keyptum eina flotta, franska.
Mamma kom með humar frá Íslandi í október. Í jólama
tinn verður eins og venjulega humartartalettur í forrétt, önd í aðalrétt og svo einhver góður jólaís í
eftir rétt.
Óli Hrafn og Sirrý koma frá Gautaborg og ætla að vera með okkur um ára
mótin og við erum búin að kaupa vænan kalkún. Allt er því klárt, fyrir utan jólagjafirnir, en það reddast
örugglega korteríjól :)
Kári missti 3 efri framtönnina áðan og er ansi ófrýnilegur ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home