9.9.08

23 dagar eftir í settan dag og vonandi verður það ekki mikið lengra!

Kannski kominn tími á smá fréttir. Það er svo sem ekki mikið að frétta. Þórdís er byrjuð að læra á selló og byrjuð í framhaldshópi í fimleikunum. Svo förum við alltaf reglulega með tærnar hennar í skoðun. Það gengur ágætlega, en hún er samt á sýklalyfjum núna út af einhverju sári sem leit ekki vel út. Kári fer alltaf í leikskólann kl. 8 og er til 4. Á föstudögum fer svo allur krakkaskarinn í skógarferð sem er toppurinn á tilverunni hjá 3ja ára strák! Hann gisti hjá vini sínum um daginn og Þórdís hjá vinkonu og við Júlli fórum út að borða og í bíó. Fórum á Masala house sem er einn af uppáhaldsstöðunum okkar hérna í Lundi. Svo fórum við á framhaldsmyndirna Arn, sænsk ævintýramynd. Mjög skemmtilegt og gott að komast svona út bara við tvö :o)
Engar nýjar fréttir af bumbubúanum. Hann hefur það bara gott, en mamman kannski að verða þreyttari, enda bara 23 dagar í settan dag. Ég er farin að vakna mjög oft á nóttunni og er því mjög þreytt á daginn. Verkefnið gengur ekki svo vel og held ég engin leið að klára það fyrir fæðingu. Var svo sem ekkert að stressa mig á því. Í dag ætlum við Júlli svo að skoða fæðingarganginn til að við vitum hvað við eigum að gera og hvert við eigum að fara þegar að stóru stundinni kemur.
Flest er að verða klárt fyrir krílið. Búin að þvo litlu fötin, sængina og vagninn löngu kominn. Eigum bara eftir að ákveða hvar litla krílið á að sofa svona fyrst, en svo ætlar Rakel Júlíana að lána okkur rimlarúmið sitt. Svo á eftir að finna bílstól, en það hlýtur að reddast.
Það er enn þá voða gott veður hjá okkur, 18-20°C og reyndar ekki mikil sól. Kannski aðeins farið að vera haustlegra.
Svíar eru búnir að leyfa óléttum konum að borða sushi! Var sko ekki lengi að nýta mér það :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home