13.7.08

Í gær fórum við fjölskyldan og tíndum bláber hérna nálægt. Því miður misstum við af jarðarberjatímabilinu sem virðist hafa hætt fyrr en venjulega þetta árið. Svo fengum við okkur ís.
Fórum í göngutúr sem endaði eins og oft á fimmunni þar sem var sundlaugarpartý og Kári skellti sér bara út í berassaður. Við fórum svo heim og ég bakaði pönnsur og Júlli gerði kakó og svo settum við nýtíndu bláberin og rjóma á pönnsurnar.. namm.
Í dag fórum svo svo í skemmtilegt afmæli til Elsu Bjargar sem verður 2ja ára aðeins seinna í mánuðinum. Sumarafmælin eru oftast haldin úti hérna og það var alveg frábært þar sem hitasýstemið í mér er eitthvað í rugli ;o)
Á morgun er svo hið ógurlega sykurþolspróf sem bumbustelpur eru látar fara í hérna í Svíþjóð(kannski er það líka byrjar á Íslandi). Þá á ég að mæta kl. 8 í fyrramálið og verð að fasta frá kl. 24 í kvöld og þarf að drekka einhvern ógeðisdrykk og má ekki fá mér morgunmat fyrr en eftir kl. 10. Svo eru teknar blóðprufur til að sjá hvort ég er í áhættu að fá meðgöngusykursýki. Þetta á eftir að verða erfitt, því maður er stundum dáldið svangur þegar maður er að fæða tvo! En pínu spennandi, því þrátt fyrir að hafa gengið með 2 börn hef ég aldrei prófað svona :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home