4.6.08

Sumarið er komið!

Við fórum til Liseberg í Gautaborg um síðustu helgi. Liseberg er rosalega flott tívolí. Við leigðum lítið hús í Lisebergbyen og vorum allan laugardaginn í garðinum. Það var alveg æðislegt.
Á sunnudeginum fórum við svo í miðbæ Gautaborgar. Virkilega skemmtileg borg, sem við ætlum að heimsækja bráðum aftur. Þó við hefðum verið á sunnudegi iðaði allt af lífi og opið í flestum búðum.

Annars er allt gott að frétta af okkur. Minnsti unginn okkar stækkar og mamman með og auðvitað stækka þau stærri líka. Fólk fær svona smá sjokk þegar það kemur í heimsókn, Þórdís orðin næstum unglingur :o| og Kári svo stór og duglegur. Auðvitað orðinn altalandi á sænsku eins og systir hans.
Skólinn er búinn hjá mér og núna er ég komin í verkefnið mitt, sem er frekar erfitt að byrja á því hérna er búið að vera rosalega gott veður síðustu vikur, 25-30°C og sól. Í dag var reyndar bara rúmlega 20°C og það er sko bara æði að fá svona "kalda" daga inn á milli ;o)
Eftir rúma viku, 13. júní, eru skólaslit hjá Þórdísi og þá ætlum við að fara í ferðalag. Siglum fyrst til Þýskalands frá Danmörku og keyrum frá Rostock til Szczecin í Póllandi. Erum búin að panta hótel í 3 nætur aðeins fyrir utan miðbæinn og ætlum að skoða okkur aðeins um þar. Svo ætlum við að keyra til Lübeck í Þýskalandi og hitta vini, Hófí, Gunna og Márus. Við ætlum að vera í Lübeck að dunda okkur, gista þar í 2 nætur og keyra svo heim til Lundar og sýna þeim hvar við búum.
Um næstu helgi ætlum við til Köben í dýragarð með vinum okkar. Svona er lífið yndislegt hérna í Lundi. :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home