25.6.08

Heima er bezt :o)

Við erum komin heim í Lund eftir góða ferð til Póllands og Þýskalands. Búin að fá líklega síðustu gestina í sumar og allt orðið venjulegt aftur. Eftir að H+G+M fóru komu amma, pabbi og systir Júlla í 2 nætur. Það er rétt tæpur mánuður þangað til við mætum á skerið og ég verð nú að viðurkenna að ég hlakka mikið til að knúsa alla :o)
Ferðin okkar var alveg frábært og ég verð eiginlega að hrósa Pólverjunum fyrir góðan mat. Það skipti engu máli hvar við borðuðum, við vorum alltaf í rosalega ánægð. Við lentum óvænt á einhverri að við höldum hafnarhátíð í Szczecin. Þar voru tívolítæki, básar með nammi og mat, candyfloss, handverkslistamenn að búa til hluti og selja og margt fleira.
Svo rúlluðum við yfir til Lübeck og það var líka mjög gaman. Fórum í siglingu um kanalinn með guide, sem við skildum ekki reyndar :o) og gengum um bæinn, fórum pínu í búðir, borðuðum svínakjöt og sauerkraut og höfðum það nice.
Nú erum við komin heim og það er voða gott. Litli kúturinn minn sagði frekar oft í þessari ferð, þó hann hafi nú alveg skemmt sér vel: "ég vil fara heim til Lundar".
Bumbugaurinn stækkar og styrkist greinilega. Maginn gengur í bylgjum og hann er strax farinn að sparka í rifbeinin á mér. Á morgun eru komnar 26 vikur og bara 14 eftir en hann ætlar að vera stundvís :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home