12.6.08

Ferðalag á morgun!

Nú er farið að rigna í Lundi og það er ágætt. Grasið var orðið svo þurrt og Júlli að kafna úr ofnæmi. Síðustu helgi fórum við samt með vinum í dýragarðinn í Köben og það var mjög heitt og sól. Við skemmtum okkur rosalega vel, þrátt fyrir vonbrigði með að flóðhestahúsið væri lokað. Það er nefnilega dáldið merkilegt, en Kári er með æði fyrir flóðhestum. :o)
Begga og Helgi eignuðust yndislegan dreng á mánudaginn, sem við Kári fórum og mátuðum í gær. Það er ekki laust við að maður sé smá spenntur að fá sinn litla unga í fangið. En samt fínt að hafa þessar vikur til að undirbúa og pæla í nöfnum og líka bara venjast tilhugsuninni að verða bráðum 3ja barna móðir og faðir.Við erum ekki búin að undirbúa eða kaupa neitt fyrir ungann, en það fer að koma.
Á morgun leggjum við í'ann. Í fyrramálið fer ég í mæðraskoðun, Þórdís á skólaslit í skólanum og svo bara eftir það rúllum við út úr bænum. Því miður þurfum við að sleppa kaffiboðinu í leikskólanum.
Lundur er svo skemmtilega staðsettur að það tekur okkur ekki nema 6 og hálfan tíma að koma til 4 landa. Keyrum frá Svíþjóð til Danmerkur, siglum frá Danmörku til Þýskalands og keyrum svo yfir til Póllands.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home