22.4.08

Vecka 17

Jæja fullt að gerast hérna í Lundi. Ég er byrjuð í sænsku í Komvux. Það er bara skemmtilegt! Er meira að segja að fara í próf á fimmtudaginn. Þessir tímar eru frekar léttir, en mér veitir ekki af að læra smá málfræði og réttritun, en kennarinn minn spyr mig í hverjum tíma hvort þetta sé of einfalt fyrir mig ;o)
Í dag var mér boðið lokaverkefni sem ég þáði og er hér með byrjuð. Það var tekin mynd og svo verður hengd upp verkefnislýsing í vikunni. Ég er líka komin með skrifstofu á kennaradeildinni og sat á fyrsta kaffispjallinu mínu með kennurum deildarinnar í dag. Ekkert smá gaman! Þau vilja endilega að ég nái að klára verkefnið fyrir "náttúrulega deadline-ið" eins og þau kölluðu það :oD Svo að ef allt gengur vel ætti það að vera búið í lok september. En sjáum til. Mér liggur svo sem ekkert á. Verkefnið snýst um að mæla hljómburð í sölum í háskólanum og ég veit eiginlega ekkert meira. Þetta er amk það sem mér finnst gaman, svo ég hlakka bara til að henda mér út í þetta :o) Skrítið samt að vera að fara að klára á næstunni, ég er ekkert tilbúin að verða fullorðin alveg strax! Híhí!
Annars er sumarið orðið svo mikið bókað að þeir sem ætla að kíkja til okkar verða að fara að hafa hraðar hendur við skipulagningu sumarsins. Það er bara gaman að fá gesti og við getum líka örugglega fengið leigða íbúð af Íslendingavinum, sem verða á Íslandi í sumar, ef gestir eru fleiri en 2-3 eða treysta sér ekki að ganga upp á 3. hæð!
Set hérna inn mynd af fegurðardísinni minni í vestinu sem ég prónaði í síðustu viku.
Þórdís

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home