31.3.08

Nýtt period

Í dag byrjar nýtt läsperiod í skólanum. Þetta verður væntanlega mun rólegra en það síðasta, sem er mjög gott :o) Ég er áfram í Strukturakustik og í honum er bara verkefni eftir og svo skráði ég mig í einn kúrs, sem ég er reyndar ekki mjög spennt fyrir og í honum er líka bara verkefni. Verð því bara 3x í viku í skólanum.
Ég fór áðan í viðtal hjá Komvux, þar sem ég ætla að fara og læra sænsku. Þetta viðtal var til að finna réttan hóp fyrir mig. Hún sem ég talaði við sagði að ég talaði mjög góða sænsku og líka að ég skrifaði ekki dönsku ;o) Var ss látin skrifa smá texta á sænsku og hún sagði að flestir Íslendingar sem kæmu skrifuðu sænsku með miklum dönskum áhrifum. Ég er alveg laus við það. Hef reyndar haft ágæta þjálfum að skrifa á sænsku, þar sem allt námið mitt hefur verið á sænsku. Mig vantar aðallega slatta orðaforða og málfræði. Hlakka svo til að byrja :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home