11.3.08

Kominn mars og loksins blogg!

Vá það er nú orðin frekar langt síðan ég skrifaði eitthvað á þessa blessaða síðu mína.
Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur öllum, en núna fer þetta að róast, amk hjá mér í bili. Í dag fór ég í fyrra prófið af tveimur, hitt tek ég í lok mars.
Mér gekk vægast sagt ekki mjög vel í þessu prófi. Er svo sem ekkert hissa á því. Mjög margar blaðsíður að lesa um frekar tæknilega hluti, allt á sænsku. Svo voru spurningarnar allar svona páfagaukaspurningar, sem eru ekki mín sterkasta hlið.
Næsta próf er hálft svona páfagauka og hálft dæmi, svo það er aðeins skárra.
Eftir tvö verkefni, sem ég ætla að reyna að klára í þessari viku er ég komin í páskafrí! Þórdís er líka í fríi og ég hlakka mikið til að fara að stússast með dúllunni minni í stað þess að stressa mig á þessu námi. Við ætlum svo að heimsækja Huldu og Rakel í bústað um páskana í Smálöndunum og það verður örugglega æði!
Það fer nú heldur betur að styttast í hinn endann á náminu, því eftir þessa önn(ef ég næ að klára allt á þessari önn) á ég bara eitt fag eftir og verkefni. Ég er að spá í að fara bara að koma mér inn í verkefnið bráðlega, þá get ég jafnvel verið aðeins byrjuð í sumar.
Kári er búinn að vera heima með hlaupabólu í viku, sem hefur nú ekki beint hjálpað við próflesturinn, en hann er nú ósköp góður samt, svona oftast. :o)
Annars er bara lítið annað að frétta héðan af okkur. Við fengum góða gesti um daginn, Sögu og Helga, systkini Júlla, svo koma mamma og pabbi í byrjun apríl og Saga kemur svo aftur og Koki kærastinn hennar í lok apríl. Við ætlum líklega til Gautaborgar í maí. Svo koma góðir vinir í júní og svo er ekkert fleira planað. Við ætlum reyndar að fara í einhverjar ferðir á bílum í sumar, kannski til Þýskalands, Póllands og fleiri staða í þeirri átt og svo langar okkur líka að fara til Finnlands. En það á eftir að ákveða betur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home