11.1.08

Gleðilegt ár!

Nú erum við fyrir nokkrum dögum komin heim og allt farið að detta í réttar skorður. Þó það hafi auðvitað verið gott að koma til Íslands og sjá alla er líka gott að vera komin heim.

Baadmintonið er byrjað og Lundarnir að tínast heim smám saman. Skólinn minn byrjar á mánudaginn og ég er bara þokkalega spennt að byrja.

Þórdís er komin í fimleika. Hún er búin að vera á biðlista í frekar langan tíma en byrjar eftir viku.

Kári snúður er byrjaður á leikskólanum og er svo ánægður. Hann syngur allan daginn alla daga og hleypur út um allt :o) Hann er farinn að spjalla heilmikið á sænsku og örugglega meira í leikskólanum þegar við heyrum ekki til. Hann á svo 3 ára afmæli á sunnudaginn, en við ætlum líklega að halda það helgina eftir viku, þegar allir eru komnir heim.

Ég fékk æðislegt hjól í jólagjöf. Svona ekta ömmuhjól, eða mormorcykel, með körfu, bögglabera og pilshlíf. Alveg frábært að hjóla á því. Við Júlli förum oft í hjólatúr í bæinn í hádeginu og fáum okkur sushi, namm namm.

Júlli er alltaf með myndvélina á lofti, en hún er orðin mesta áhugamálið :o) Bendi á síðuna hans á Flickr

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home