13.12.07

Lúsía

Í dag er Lúsían haldin í Svíþjóð. Við vorum boðin að koma 7.15 í morgun í leikskólann til Kára, því það er hefð fyrir því að börnin syngi fyrir foreldra og systkini. Þau voru svo sæt, litlu 3-4 ára krílin, sumir í Lúsíu kjólum með ljósakórónur og aðrir eins og jólasveinar. Börnin af yngri deild og foreldrar mættu líka og horfðu á.

Eftir sönginn var okkur boðið í lúsíubollur og kaffi og kakó, rosalega huggulegt.

En ég er loksins búin í skólanum, eða svona eiginlega, þarf víst að mæta á mánudaginn. En verkefni og kynning búin og það er gott! Við Sunna fórum í Ikea í dag og þar er alltaf hægt að finna eitthvað sem mann vantar.

Ég hugsa að við förum á morgun og kaupum jólatré. Búin að kaupa eitthvað af jólaskrauti á tréð og krakkarnir fá örugglega að skreyta annað kvöld.

Svo eru bara 11 dagar til jóla, 3. jólasveinninn kemur í kvöld og 13 dagar þangað til ég get knúsað mömmu, pabba, Dýrleifu og alla hina :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home