3.12.07

21 dagur til jóla!

Núna er ég að reyna að hamast við að klára verkefni fyrir skólann. Þetta er það eina sem ég þarf að klára fyrir jólafrí, sem byrjar líklega hjá mér í kringum 13.des.

Úti er ekki mjög jólalegt veður, rigning og dáldið hvasst. Ég fór áðan út að hlaupa með Júlla í fyrsta skipti á ævinni. Hef ekki farið út að hlaupa síðan í menntó og þá kom ég mér oftast undan því. Þrátt fyrir þetta gekk þokkalega, fórum ca. 5 km og ég labbaði bara smá. Ætla að prófa að fara oftar og sjá hvort ég geti vanist þessu.

Við fórum með nokkrum vinum okkar á Skoppu og Skrítlu í Köben í gær og svo á eftir í jólatívolí. Alveg frábær ferð. Við stefnum að því að fara að fara oftar til Köben, höfum verið frekar löt við það. Höfum varla farið nema bara til að fara á tónleika eða til að fljúga frá Kastrup.

Við erum farin að hlakka mikið til að halda jólin hérna í Svíþjóð. Ætlum að fá okkur tré aðeins fyrr en venjulega þar sem við ætlum að fara til Íslands 26.des. Við Þórdís völdum rosalega fallegar jólakúlur í jólabúð í Tívolí. Við erum líka farin að hlakka til að hitta fjölskyldu og vini á Íslandi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home