1.11.07

Mamma í 8 ár !













Í gær varð litla stelpan mín 8 ára. Þórdís opnaði gjafirnar frá Íslandi yfir morgunmatnum og svo löbbuðum við með Kára í leikskólann. Mamma og pabbi gáfu henni hjól og við fórum og fundum glæsilegt hjól fyrir hana og fórum svo bara 2 mæðgurnar og fengum okkur kaffi/kakó.
Í hádeginu fórum við svo á pizzustað. Eftir hádegi fór Þórdís í búning og vinkonurnar fóru að sníkja nammi í tilefni Halloween. Um kvöldið fékk svo afmælisbarnið að velja mat og hún vildi að við pöntuðum tailenskan. Þá fékk hún gjöfina frá okkur, GSM síma. Finnst það í rauninni allt of snemmt, en það er svo gott að geta fundið hana ef hún er úti að leika sér og hann verður notaður sem öryggistæki fyrst og fremst. Hún fékk líka Cintamani peysu sem hún var rosalega ánægð með og fallegan kanínulampa, föt, dagbók, tölvuleik og pening sem hún ætlar að kaupa hjólaskó fyrir.
Um helgina fórum við Kári til Íslands í smá heimsókn og Kári kom með án þess að margir vissu. Það var frábært að hitta fólkið og fara á Laugarveginn. Við höfum ekki komið í heimsókn síðan um páskana.
Svo fór ég til Berlínar fyrir viku og það var rosalega skemmtilegt, skoðum fullt af hverfum og húsum. Ég á sko pottþétt eftir að draga fjölskylduna þangað fyrr en seinna.
Man ekki hvort ég var búin að skrifa það en við verðum hérna um jólin og erum búin að kaupa flug þann 26. desember og förum svo heim aftir 6. janúar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home