9.10.07

Kári minn

... slasaði sig á föstudaginn. Hann var að hoppa í rúminu og lenti með hökuna á gluggakistunni. Við fórum með hann á slysó og sárið hans var saumað saman.

Pabbi hans vill meina að við eigum eftir að þurfa að fara oftar. Hann var víst tíður gestur á slysó þegar hann var lítill. Ætli þetta sé munurinn á að eiga stelpu og strák?

Við höfum aldrei þurft að fara með Þórdísi á slysó, en 2x með Kára.
Tíminn líður ótrúlega hratt. Önnin er að klárast og svo bara fara að koma jól. Ég hlakka til! Er meira að segja farin að syngja jólalög í huganum :oS og stundum pínu upphátt ef ég er ein að hjóla ;o)

Kannski í það snemmsta er það ekki?
Ég er amk að spá í að fara að huga að jólagjafakaupum fljótlega. Kannski maður geti fundið eitthvað fallegt í Berlín.

1 Comments:

Blogger Örvar said...

Kannski er það nafnið :)

Kárinn minn er allavega alltaf að fá kúlur og sár en hefur samt ekki afrekað það að fara á slysó, sem betur fer.

7:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home