7.9.07

Það gengur ekki eins vel núna með Kára á leikskólanum. Í byrjun vikunnar fór hann að vera leiður seinnipartinn og svo á miðvikudaginn þurftum við að sækja hann snemma, eða kl.2. Í gær var hringt kl. 10 af því að hann var svo leiður og við ákváðum að hann yrði bara heima í dag. Ég get alveg ímyndað mér að þetta sé erfitt fyrir lítinn strák sem er búinn að vera heima hjá mömmu og pabba í 7 mánuði og kann ekki sænsku. Í næstu viku munum við örugglega hafa hann bara hálfan daginn til að byrja með.

Ég er komin á fullt í skólanum og er skráð í 20 einingar(15 er 100%). Veit ekki hvernig þetta á eftir að ganga þegar maður þarf að vera svona mikið heima. Kemur bara í ljós.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home