...........................................
Á sunnudaginn vorum við í æðislegu kvöldmatarboði í tilefni af kanadíska thanksgiving. Kári var þá orðinn lasinn og heyrðust skrítin hljóð í honum þegar hann andaðu. Hann átti greinilega frekar erfitt með það og var andstuttur. Við fórum með hann á læknavaktina og læknirinn þar sendi okkur beint upp á bráðavakt Barnaspítala Hringsins. Hljóðin í Kára bentu til þess að hann væri kominn með slæman asma. Hann var settur í lungnaómun, blóðið hans skoðað og eyrun sem voru frekar rauð. Það kom annars ekkert óeðlilegt út úr neinu. Við vorum á spítalanum í 5 klukkutíma, allir orðnir frekar mikið þreyttir, þá fékk kári eitthvað asmapúst og stera :o( og þá hættu bara hljóðin. Þórdís fór sem betur fer með ömmu og afa heim og fékk að kúra þar um nóttina. En Kári litla hetjan okkar vakti langt fram á nótt án þess að kvarta neitt að ráði.
Canadian thanksgiving er 9. október í ár (annar mánudagur í október), en af því að Júlli minn er að fara til útlanda á sunnudaginn og verður í 3 vikur ákváðu tengdó að hafa hann um helgina.
Ég veit ekki alveg hvernig við förum að húsföðurslaus á Kárastígnum. Þetta verður alla vega voða skrítið.
Vissuð þið að 9. október er Leif Erikson Day? Það segir Wikipedia amk.
Harpa vinkona var að eignast strák 19. september, 19 marka og 55 cm. Algjört krútt :o)
Canadian thanksgiving er 9. október í ár (annar mánudagur í október), en af því að Júlli minn er að fara til útlanda á sunnudaginn og verður í 3 vikur ákváðu tengdó að hafa hann um helgina.
Ég veit ekki alveg hvernig við förum að húsföðurslaus á Kárastígnum. Þetta verður alla vega voða skrítið.
Vissuð þið að 9. október er Leif Erikson Day? Það segir Wikipedia amk.
Harpa vinkona var að eignast strák 19. september, 19 marka og 55 cm. Algjört krútt :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home