28.2.06

Jæja lítið bloggað...

Stærsta fréttin er auðvitað af unga manninum, hann er farinn að labba :o) Foreldrarnir eru auðvitað að rifna úr stolti. Síðan hann tók þarna einhver 6 skref á sunnudaginn(alveg nokkrum sinnum) hefur hann reyndar verið að spara þau, en þetta er greinilega allt að koma.
Við Þórdís vorum heima í dag, báðar með smá hita og slappar og veitti ekki af því að gera ekkert.
Annars var vel tekið á því á föstudaginn, því það var grímupartý í vinnunni. Ég var Silvía Nótt skilurru ;o) og ekki komin með lítið leið á laginu hennar. Það hefur verið spilað svona 100 sinnum :oS
Annars voru þarna 3 kúrekar, 3 svertingjar, arabi, 3 nornir, Grýla, Mína mús, blómálfur(er það ekki Hulda?), brúðurin úr Kill Bill, "uppreisn nördsins", jólasveinn, Bubbi byggir, nunna, munkur og fleira sem ég man ekki í augnablikinu.
Ég fór og kíkti á 2ja daga fallega stúlku með fallegt nafn á laugardaginn. Hef ekki knúsað svona lítið barn síðan Kári fæddist fyrir 13,5 mánuðum síðan ;o)
Ég borðaði fullt af bollum á sunnudaginn(og auðvitað í gær líka).
Næst stærsta fréttin er sú að við erum að fara að byrja á kjallaranum. Áðan komu tveir ungir menn til okkar sem ætla að gera tilboð í þetta hjá okkur og við vonum auðvitað að það verði frábært. :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home