7.2.06

Besta mynd í langan tíma...

Við Júlli horfðum á Brokeback Mountain um daginn. Ég á bara ekki orð yfir það hvað þessi mynd er góð! Ég er enn þá að hugsa um hana. þvílíka samviskubitið sem ég er með yfir að hafa stolið henni á netinu og langar mest að horfa á hana aftur og þá í bíó. Mæli með því að fólk sjái þessa mynd.

Horfði líka á Til hamingju Ísland með Silvíu Nótt á laugardaginn, sem hefur nú aldeilis öðlast frægð utan skjás eins. Búin að vera í fréttunum upp á nánast hvern dag síðan lagið lak út á netið.
Fólk er mikið búið að tala um að það hafi ekki verið varið í neitt annað lag, en ég er nú ekki sammála því. Mér fannst lagið hennar Regínu Óskar mjög flott og líka þetta sem Dísella söng. Hins vegar finnst mér Silvía flottust og vona að hún verði send út. Komin tími á að hætta að reyna að vinna og hafa bara gaman að þessu öllu saman.

Nú er ég alveg komin með nóg af vetrinum og bíð spennt eftir fuglasöng og sól.
Hins vegar er ýmislegt skemmtilegt á næstunni sem styttir biðina. Við verkfræðisaumóskvísurnar ætlum í leikhús um helgina, Eldhús eftir máli og það verður örugglega rosalega gaman. Það varpar þó smá skugga á það að það er próf í næstu viku í stærðfræðigreiningu. Ég mun nú samt massa það, engin spurning.
Eftir rúmar 2 vikur er svo grímupartý/koktailasmökkun í vinnunni, sem við erum að skipuleggja. Nú verð ég að finna flottasta búning í heimi, en hann verður þó að vera úr kvikmynd, því það verður kvikmyndaþema.
Mæli með því að kíkja á þennan vef: Búningaleiga Hafnarfjarðar
Við Hulda vorum að spá í að vera Krummi eða jafnvel Lamb, en það er erfitt að velja því þeir eru allir svo flottir. Krummi hefur td komið fyrir í Birds og lamb í myndinni sem ég var að hrósa áðan.
Allar hugmyndir eru vel þegnar og ef einhver á búning sem hann/hún er til í að lána mér endilega látið í ykkur heyra ;o)

Við Júlli erum svo að fara á árshátíð í London í mars. Júlli minn var að skipta um vinnu og er farinn að vinna hjá Maritec og þeir ætla að halda árshátíðina sína þar. :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home