Kisukrílin :o)
Eins og ég hafði reiknað út komu litlu kettlingarnir hennar Skottu í heiminn á sunnudaginn, 20. nóv.Það komu 6 litil kríli, en einn var svo lítill að hann lifði ekki. Þannig að við eigum núna 5 lítil spræk kisukríli.
London var algjört æði. Árshátíðin var alveg frábær. Slepptum alveg túristapakkanum og vorum eiginlega allan tímann á pöbbum og í búðum. :o)
Hótelbarinn var vinsæll, eins og sést greinilega á vísareikningnum.
London var komin í jólabúning og jólalögin voru spiluð í búðunum.
Nú eru bara nokkir dagar í aðventu, en þá ætla ég að skreyta smá og hengja upp seríur og svona. Reyna jafnvel að muna eftir aðventukransinum :oD
En það er gott að koma heim til Kára og Þórdísar. Kári er reyndar búinn að vera veikur um helgina og í gær fórum við með hann til læknis og þar kom í ljós að hann er kominn með eyrnabólgu. Þórdís er víst líka veik núna, með einhverja magapest.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home