heidan.blogspot.com

30.10.03

Vá það er yndislegt að hlusta á litla stelpu leika sér.
Hún er ein að leika sér með tréblýanta
og þeir tala...

Ó komdu hérna.
Ég sakna þín, en ég verð að fara í fótbolta.
Kyssikyss.
Viltu ekki leika við mig?
Jú.
Allt í lagi bless.
Kyssikyss.
Ertu kærastinn minn?

Hvar er strákurinn minn ?
Heima hjá sér.
En hann mátti ekki fara.
Við erum bara vinir.
Ég vil ekki vera með þér.
Ég bara sparka í þig.
Skammastu þín!
Ég sakna Alla vini mínum.
Ég líka.
uhuhuh

...og svona heldur þetta áfram lengi.

Jæja þá eru skýrslan og verkefnið í samgöngutækni búin. Til þess að klára þessa blessuðu Suðurgötu skýrslu þurfti ég að vera að til hálf 4 í nótt. Mjög undarlegt því ég er venjulega alveg vonlaus í lærdómnum seint á kvöldin.
Svo vaknaði ég kl. 6 við litlu bráðum afmælisprinsessu vera að gubba yfir allt rúmið sitt.
Þetta stóð fram eftir morgni, þangað til nokkurn veginn allt var út ælt.
Svo við erum bara heima í dag. Þreytta mamman og gubbustelpan.
Annars vorum við búin að kaupa 30 íspinna til að taka með í leikskólann í dag, því á morgun, afmælisdaginn hennar er frí.
Það verður þá bara að halda upp á það á mánudaginn í staðinn.

28.10.03

Stjörnuspá dagsins:
Fyrri hluti dagsins verður fremur rólegur hjá þér
og þú kemur ekki miklu í verk.
Kvöldið verður skemmtilegt.


eða
Tilraunir þínar til að breyta hlutunum til batnaðar
munu skila árangri í vinnunni.
Það róar aðra að sjá þig taka hlutunum létt.


Ég sem ætlaði að vera svo dugleg í dag.
En ég er farin að hlakka til kvöldsins :o)

27.10.03

Ég get verið svo mikil húsmóðir þegar ég tek mig til.
Bjó til grjónagraut og bakaði brauð og bollur.(já hvað á maður að gera á þessum síðust og verstu?)
Svo syng ég bara...
    Gefið mér séns, mig langar í glens (hvað vill hann?)
    Eitt tækifæri, skemmtun í kvöld (hvað vilt þú?)
    Komið þið með, ég spar’ekki féð (hvað vill hann?)
    Það sam’og þið og kók saman við.

25.10.03

Gærkvöldið
Mætti rétt fyrir 7 í partýið til Silju. Rosalega fín íbúð. Eftir stutta stund fórum við svo með leigubíl upp í Húnabúð. Þar var allt voða fínt. Dagný, Sveinbjörn, Katrín og Ámundi tóku á móti okkur með Sangríu. Við drógum svo miða til að sjá hvar við áttum að sitja. Það er alltaf einhver leikur til að vita það og núna var það stærðfræðin og aflfræðin og eitthvað svoleiðis og ég átti að finna Taylor röð fyrir cosx. Það tókst ... og allir fundu sætin sí­n að lokum.
Fyrst fengum við voða góða speppasúpu og bollur með.
Svo var komið að aðalréttinum. Þá var komið að fyrsta leiknum undir stjórn veislustjóranna Ámunda og Beggu. Hann var þannig að hvert borð valdi einn til að fara og keppa fyrir Þess hönd. Það b sem borð sem vann fékk að fara fyrst að hlaðborðinu.
Hlín fór fyrir okkar borð og við unnum. Leikurinn var þannig að leikmenn áttu að ná í hluti á boðinu sínu, fyrst var það svartur skór, sem Bjarni Bessason kennari lét, svo gleraugu, tómt glas, puds, fimmtíukall og síðast en ekki sí­st brjóstahaldara, sem Dagný smeygði sér úr listavel! :o)
Þetta var steikarhlaðborð, lamba-, nauta- og svínakjöt. Kartöflugratín, salat og eplasalat og fleira gott.
Eftir matinn sagði Eiríkur frá útskriftarfeðinni og það var rosalega skemmtilegt.
Í eftirmat var svo Tíramísú og kaffi.
Þetta heppanðist allt rosa vel og ég skemmti mér konunglega!!!

23.10.03

HVAÐ Á ÉG AÐ GERA???
ÉG ER MEÐ SVOO MIKINN HIKSTA AÐ ÉG ER AÐ KLIKKAST!!!!!


AÐSTOÐ ÓSKAST HÉR FYRIR NEÐAN...

21.10.03

Þetta og þetta er sama partýið...

Jæja niðurstaðan:
Sjúkraþjálfun og mögulega aðgerð!

Hef ekki tíma fyrir svona rugl!!!

19.10.03

Teljarinn er að komast upp í 36000
Hver fær kaldan bjór? :o)

Annars mæli ég með Belle & Sebastian... snilld!!

Cilla er komin með bloggsíðu... kíkið á!

:'(

18.10.03

Friday baby
Ég fór í vísindaferð með Júlla og nördunum í gær í Hug. Það var rosalega skemmtilegt. Svo fórum við í vinnupartýið hjá Hildi og það var líka frábært. Dagný kíkti smá og fór svo að taka til eftir skákmenn og þrífa ælur og eitthvað skemmtilegt. Svo kom beygla í partýið, móðgaði mig og skemmdi restina af kvöldinu. Fórum á 22 og dönsuðum og svo fór ég bara heim

Ég er nú ekki vön að tala illa um fólk, sérstaklega ekki hérna á síðunni minni. Ég ætla þó að gera undantekningu núna.
Ég hitti í gær í annað sinn kærustu vinar míns. Hún flassaði brjóstunum á sér fyrir framan tvo stráka í partýinu, sem við vorum í og ég held hún hafi verið að "reyna við" nokkra stráka. Svo var hún ógeðslega dónaleg við mig án þess að ég gerði henni neitt.

17.10.03

Það er greinilega allt í lagi. Ég vona það að minnsta kosti, því ég var að koma úr tölvusneiðmyndatöku (konan sagði þetta héti það) en fæ ekki að vita neitt fyrr en í næstu viku!!!
Þangað til ætla ég að láta allt vera allt í lagi. Ég ætla að djamma í kvöld(búin að vera að spara verkjalyfin í dag), þ.e. ég ætla í Nörda- vísindaferð. Svo eftir það ætla ég að gerast boðflenna í Júllavinnupartýi ;o)
Hressandi plan í alla staði.
Síðan ætlar mér að ganga vel í próflestri um helgina og líka ganga vel í prófinu á mánudaginn, og vera ekkert illt í bakinu, þó ég þurfi að sitja í 1 og hálfan - tvo tíma!

Í gærkvöldi fórum við Dagný að hlusta á Kvennakór Reykjavíkur og Pál Óskar syngja í Austurbæjarbíói. Það var alveg gríðarskemmtilegt. Þau tóku fullt af skemmtilegum lögum frá sjötta og sjöunda áratugnum. Palli er svo yndislegur:o)
Kom alltaf í nýjum fötum á sviðið. Fyrst í velúrjakkafötum, svo í hvítum, útvíðum jakkafötum, lakkskóm síðast var hann í svartri glimmer skirtu og með Hawai-blómakrans um hálsinn.
Svo þarf var að taka það fram að hann söng eins og engill og lék og dansaði. Hann tók t.d. It's my party, Walk on by og Do you know the way to San José.
Þær sungu bakraddir með honum og tóku líka nokkur lög án hans og stóðu sig frábærlega.
Gaman og sniðugt að sjá svona ólíkar konur samankomnar. Ungar, gamlar, stórar, litlar, feitar, mjóar...
En allar hafa þær þetta sameiginlega áhugamál, að syngja.
Kannski ætti maður að skella sér aftur í kór. Það er svo gaman. Ég var næstum stokkin upp á svið.....

16.10.03

er ekki allt í lagi?

14.10.03

Jæja ég fór til læknisins í morgun. Ég þarf að fara í segulómun, einhvers konar röntgen, eða eitthvað svoleiðis. Pabbi gaf mér einhver verkjalyf, sem hann notaði í sumar þegar hann var að bíða eftir aðgerð, einmitt út af brjósklosi. Þetta eru ekkert smá sterk lyf. Ég er eins og ég hafi fengið mér nokkra bjóra...

13.10.03

Eftir að Hönnun klikkaði á vísindaferðinni á föstudaginn ákvað ég að eiga bara rólegt kvöld. Mamma og pabbi buðu mér í mat. Pabbi eldaði Tindabikkju, alveg æðislega góð. Síðan horfðum við á sjónvarpið, m.a. Edduna. Mikið finnst mér þetta vera yfirborðskennt allt saman. Allt fína og fræga fólkið í fínu fötunum sínum. Hálf asnalegt. En jæja ágætt samt að gefa góðum listmönnum viðurkenningu... Bestur var auðvitað Sveppi, sem er náttúrulega bara snillingur.
Síðan fórum við Dísa bara heim, hún sofnaði hjá mér inni í stofu og ég horfði á Message in a bottle, rosa sorgleg.
Það var samt eitthvað brjálað partý í húsinu á móti og allir að syngja "sódóma" og öll þessi partý stuðlög. Ég ætlaði varla að geta sofnað. Gat það samt..
Á laugardaginn horfðum við á þennan skelfilega leik og ég vil helst ekki tala um það. Nema bara að þessir dómarar eru fífl!
Sóley og Stebbi komu til okkar og við grilluðum, spiluðum Svenna, svo komu fleiri, Stebbi frændi og Gunni og vinir þeirra.
Svo fórum við öll í afmælið til Jökuls. Böddi var að spila með félögunum í Touch. Þeir voru alveg roslega skemmtilegir.
Við Júlli kíktum svo með Diljá á mojito og sá staður sökkar.
Í gær horfðum við svo á heimsmeistarann verða heimsmeistari í sjötta sinn. Snilld!
Svo fórum við Dísa í barnaafmæli. Skrítið að mæta svona í afmæli þar sem maður þekkir engan og vera samt í næstum 3 tíma. Ég var orðin svo þreytt eftir þetta að ég er ekki viss um að ég leggi í svona pakka 31. okt þegar mín verður 4ra ára.
Ég er aftur(enn þá?) komin með helvítis brjósklosið, en fékk tíma hjá lækni kl. 8.45 á morgun og ég vona að hann geti læknað mig, svo ég komist í prófið á mánudaginn.

...og eitt enn. Ég mundi taka "Un-break my heart" með Toni Braxton ef ég ætlaði að taka þátt í Idol!

10.10.03

Próftaflan er komin í hús
... og hér er hún!
Mín er svona:
10. des - Straumfræði
17. des - Samgöngutækni
... úje, þann 17. desember kl. 12 er ég búin í prófum!!!

9.10.03

PARTÝ PARTÝ
Jæja, loksins þegar við ákveðum að halda partý þá er okkur og öllum vinunum boðið í afmæli á Hressó.
Jökull, sem er einmitt afmælisbarnið, sagði líka að við mættum taka með okkur fólkið sem við erum búin að bjóða.
Ég var nú ekki búin að bjóða mörgum... þvílík heppni.
Svo verður fyllikallinn að spila og þetta eru fyrstu tónleikar Touch!

Dagný talar um að hún sé fegin að fylgjast ekki með fleiri þáttum.
Hjá mér er þetta svakalegt:
Mánud: Alias
Þriðjud: Gilmore girls
Miðvikud: ER
Fimmtud: Sex and the city
Sunnud: Nikolai og Julie

7.10.03

Er ekki málið að skella sér?

6.10.03

Fórum í bústað um helgina. Lærði ekki staf en las samt eina bók, Mitt er þitt eftir Þorgeir Þráinsson. Gaman að því.
En ekkert djamm. Missti víst af góðri ferð á föstudaginn og októberfesti. Sé samt ekkert eftir því.
Svo ætlaði ég að fara í vísindaferð á næsta föstudag, en Hönnun klikkaði.
Sjáum til, kannski reddar Ámundi okkar nýrri ferð.

1.10.03

...og meira bíó !!!
Var að koma heima af Alex & Emma. Þetta var hin fínasta afþreying og fyrst ég er nú farin að gefa stjörnur þá fær þessi 2 held ég.
Ég er semsagt búin að sjá átta stjörnur á rúmum sólarhring, ekki slæmt það.
Helgin verður bara kósí og hugguleg. Fjölskyldusumarbústaðarferð í Skorradalinn!
Svo verður tekið vel á því næsta föstudag. Vísó í Hönnun. Nú þarf maður að fara að smjaðra fyrir stóru köllunum ef maður á að fá einhverja góða vinnu. Veit nú samt ekki hvað mig langar að gera næsta sumar......

Bíó - Bíó - Bíó !!!
Eftir ágætan lærudag skelltum við okkur í bíó. Síðasti dagurinn sem bíókortið sem ég fékk með símanum mínum er í gildi.
Fórum og sáum The Magdalene Sisters, sem var á bresku kvikmyndahátíðinni. Hún var rosalega góð, átakanleg og fær alveg 3 stjörnur hjá mér held ég. Síðan kl. 10 fórum við svo á Matchstick Men. Þessi var líka algjör snilld. Fær líka 3 stjörnur.
Á morgun förum við Dagný svo á Alex & Emma, því ég vann miða á hana. Geri nú ekki alveg ráð fyrir að gefa henni eins margar stjörnur. En ég hlakka samt til :o)