GLEÐILEG JÓL!
Á aðfangadagskvöld vorum við þrjú bara heima og elduðum humartartalettur og hunangsgljáða önd. Á jóladag fórum við um daginn til ömmu hans Júlla í hangikjöt og um kvöldið danskt jólahlaðborð til mömmu og pabba. Þetta boð er alltaf snilld, svoo gott og nóg af bjór, rauðvíni og ákavíti, þetta er árlegt. Eftir það komu svo nokkrir sjaldséðir vinir heim til okkar að spila til næstum 7 um morguninn, sem er líka árlegt. Í kvöld vorum við svo í lambalæri hjá afa mínum sem er líka árlegt og mjög gaman.
En nú þegar mesta jólaboðatörnin er búin og maður er kannski aðeins farinn að jafna sig er kannski ágætt að minna á sig hérna á blogginu.
Ég er búin að fá svo mikið af flottum gjöfum. Ilmvatn, geisladiska, pasmínu, hálsmen, bækur, blandara(sem við þurfum að skipta - eigum svoleiðis), stóran pott, handklæði, táslusokka, skó, bodylotion, scrabble, digital myndavél, vettlinga og nammi.
Þið sem hafið ekki fengið jólakort frá mér gætuð átt eitt í póstinum (var soldið sein) eða fáið bara ekkert :o)
Á aðfangadagskvöld vorum við þrjú bara heima og elduðum humartartalettur og hunangsgljáða önd. Á jóladag fórum við um daginn til ömmu hans Júlla í hangikjöt og um kvöldið danskt jólahlaðborð til mömmu og pabba. Þetta boð er alltaf snilld, svoo gott og nóg af bjór, rauðvíni og ákavíti, þetta er árlegt. Eftir það komu svo nokkrir sjaldséðir vinir heim til okkar að spila til næstum 7 um morguninn, sem er líka árlegt. Í kvöld vorum við svo í lambalæri hjá afa mínum sem er líka árlegt og mjög gaman.
En nú þegar mesta jólaboðatörnin er búin og maður er kannski aðeins farinn að jafna sig er kannski ágætt að minna á sig hérna á blogginu.
Ég er búin að fá svo mikið af flottum gjöfum. Ilmvatn, geisladiska, pasmínu, hálsmen, bækur, blandara(sem við þurfum að skipta - eigum svoleiðis), stóran pott, handklæði, táslusokka, skó, bodylotion, scrabble, digital myndavél, vettlinga og nammi.
Þið sem hafið ekki fengið jólakort frá mér gætuð átt eitt í póstinum (var soldið sein) eða fáið bara ekkert :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home