Julen är här!
Við erum búin að eiga frábær jól. Á Þorláksmessu fórum við í skötuveislu til Ömma og Birnu. Þau eru með ömmur og afa í heimsókn(Gunnu og Gilla og Elínu og Danna og Ingibjörgu systur Ömma og Kærasta hennar), svo það var fjölmennt. Gunna kom með skötu að heiman, saltfisk og hamsa.
Á aðfangadag komu jólasveinar í heimsókn og svo fórum við í jólagraut til Hauks og Heiðrúnar. Malena fékk möndluna. Við borðuðum svo frábæran mat, humartartalettur og önd. Það voru alveg fullt af pökkum undir trénu og í þeim var margt fínt og fallegt. Við fengum okkur ekki jólaísinn fyrr en Styrmir var farinn að sofa. Júlli sofnaði í sófanum, enda búinn að standa í eldhúsinu í marga tíma að undirbúa matinn.
Á jóladag vorum við svo með hið árlega jólasushi. Einstaklega gott að fá sér eitthvað svona létt og krakkarnir vildu grjónagraut sem ég gerði aðeins jólalegri með kanel og möndlum. Styrmir hakkaði reyndar í sig sushi.
Annan í jólum fórum við til Hjalta og Bjargar og við vorum með skandinavískt jólaborð. Þar var meðal annars önd, reyktur makríll, síld, heit lifrakæfa með sveppum og beikoni og ostar.
Þriðja í jólum fórum við til Guðbergs og Grétu í hádeginu og við fengum jólaafganga, skinku, hangikjöt og allskonar.
Óli Hrafn, Sirrý, Þórdís(stelpan þeirra) og Sólveig systir Óla komu svo til okkar í gær og ætla að vera fram yfir áramót. Óli og Júlli bökuðu pizzur í gær og svo spiluðum við Ticket to ride eftir matinn. Í kvöld gerðu þeir svo rosalegan indverskan mat, þrjá rétti og allt meððí. Sirrý var orðin þreytt eftir bæjarrölt dagsins, kasólétt, svo við ákváðum öll bara að fara snemma að sofa og vera hress á morgun. Þau eru í Ívars og Söndru íbúð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home