5.10.08

40 vikur og 3 dagar!

Nú er haustið held ég alveg komið. Við Kári fórum út áðan og það var rigning og rosalega blautt. Það var nú samt rosalega skemmtilegt að sulla í pollunum. Í staðinn fyrir að bíða eftir litla gaurnum er ég að spá í að njóta þess bara að geta farið út að leika með Kára og sofa lengi á morgnanna. Yndislegu vinir okkar eru svo alltaf að bjóða okkur í mat svo það er voða ljúft og notalegt. Fórum í æðislega pizzuveislu til Ástu, Ámunda og Elsu Bjargar á föstudaginn, í gær fórum við svo í þrítugsafmæli til Sigga og í kvöld förum við í heimsókn til minnsta prinsins á kjammanum, Daníels Freys(fædda amk) og Beggu, Helga og Birtu Júlíu.
Ég var að gera pönnsur sem bíða eftir að skvísan mín komi heim úr fimleikunum.
Annars höfum við það bara gott og allt rólegt :o)

Ég er farin að hallast að því að bumbubúinn komi bara 13.10. þar sem systkini hans eru 31.10. og 13.01 ;o) Væri amk í stíl :oD

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home