13 dagar í settan dag!
Nú fer að styttast í að við fáum að sjá litla strákinn okkar og að Kári verði stóri bróðir og Þórdís enn stærri systir. Það er allt að verða tilbúið svo hann má alveg fara að láta sjá sig. Vona að ég eigi inni smá þar sem ég gekk viku framyfir með hin. ;o) Ég fékk nú samt tíma 1.október, daginn fyrir settan dag og ljósan mín sagðist örugglega myndu sjá mig þá. Ég vona samt ekki. Annars líður okkur bumba bara vel.
Þórdís er byrjuð í körfubolta og það er víst alveg geggjað! Heldur áfram að æfa sig á sellóið, reyndar finnst okkur foreldrunum ekki alveg nóg um það. Svo er hún náttúrulega í fimleikunum líka svo það er nóg að gera.
Þau eru að læra margföldunartöflurnar um þessar mundir í skólanum og við reynum að hjálpa. Finnst ekki svo langt síðan ég var sjálf að reyna að læra þær svo það er skrítið að litla 8 ára stelpan mín sé að því núna :o)
Í vetrarfríinu fer Þórdís svo til Íslands og ég er búin að kaupa ferð og meira að segja búin að kaupa ferð fyrir okkur um jólin. Förum til Íslands 26.des, eins og síðast, og heim aftur 11.janúar :o)
Þórdís er byrjuð í körfubolta og það er víst alveg geggjað! Heldur áfram að æfa sig á sellóið, reyndar finnst okkur foreldrunum ekki alveg nóg um það. Svo er hún náttúrulega í fimleikunum líka svo það er nóg að gera.
Þau eru að læra margföldunartöflurnar um þessar mundir í skólanum og við reynum að hjálpa. Finnst ekki svo langt síðan ég var sjálf að reyna að læra þær svo það er skrítið að litla 8 ára stelpan mín sé að því núna :o)
Í vetrarfríinu fer Þórdís svo til Íslands og ég er búin að kaupa ferð og meira að segja búin að kaupa ferð fyrir okkur um jólin. Förum til Íslands 26.des, eins og síðast, og heim aftur 11.janúar :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home