27.9.07

Kveðjur og fleira

Jæja nú erum við búin að kveðja eina enn fjölskylduna hérna á Kjammanum. Halli, Helga og Þorbjörg flutt til Íslands í dag. Þau eru þriðja fjölskyldan sem fer meðan við höfum verið hérna og það er voða leiðinlegt að kveðja. Fólkið hérna verður eiginlega eins og fjölskyldan manns. En svona verður þetta og maður verður að venjast því. Á næstu 2 árum eigum við örugglega eftir að kveðja mjög marga. Við höfum reyndar talað um það að við ættum bara öll að flytja í sama hverfið og búa til Kjamma á Íslandi.

En að skemmtilegra... Kári er orðinn svo ánægður á leikskólanum að hann vildi ekki koma með mér heim í dag. Það var ekki fyrr en hann sá að ef hann kæmi strax fengi hann að vera samferða Klöru vinkonu sinni að hann fékkst til að koma. Ótrúlega mikill léttir að hann sé kátur á leikskólanum. Móður(og föður)hjartað þolir ekki mjög lengi svona sorglegt andlit sem þurfti að skilja við á morgnanna.

Þórdís er að fara að sýna leikrit með vinkonum á morgun og er búin að vera að æfa sig hérna í dag. Svo er hún að læra margföldunartöflurnar á fullu. Ekkert smá dugleg!

Af mér er ekki svo mikið að frétta nema að ég var svo mikill auli að gleyma að skrá mig í kúrsa á næstu önn. Fresturinn rann út á mánudag og það var svo mikið að gerast. 2 skilaverkefni fyrir föstudag, kveðjubrunsh á laugardag hjá Halla og Helgu og kveðjusurprisepartý um kvöldið fyrir Sigga Guð, sem er líka að fara bráðum. Júlli og Þórdís fóru á sinfóníutónleika í Malmö, meðan ég var heima að þrífa og baka og láta Kára sofa. En það hlýtur að vera hægt að redda skráningunni með því að þykjast ekkert skilja í sænsku og kannski nokkrum tárum ef það dugar ekki.
Á mánudaginn fer ég með Betongbyggnad í námsferð til Kristianstad, bara fyrir hádegi, svo fer ég í námsferð til Berlínar 15.október í 5 daga og svo er ég búin að kaupa ferð til Íslands 25. október. Svo það er ýmislegt á dagskránni.

Litla stúlkan mín verður svo 8 ÁRA! 31.október. Úff hvað tíminn líður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home