27.8.07

Sumarið búið!

Nú lítur út fyrir að sumarið sé bara búið. Þórdís byrjaði í skólanum í morgun og það er hálf haustlegt úti. Í bekknum hennar eru núna 3 aðrar íslenskar stelpur. Vonandi ná þær samt að tala einhverja sænsku líka.

Þegar ég var búin að fara með dömuna í skólann fórum við Júlli með Kára í aðlögun á leikskólann, Sagostunden. Okkur líst rosalega vel á deildina hans, sem heitir Mumindalen. Kára leist svo vel á þetta að hann vildi ekki fara heim þegar fyrstu heimsókn lauk. Hann hefði sko miklu frekar vera eftir þegar við fórum. Það er nú bara gott og hann mun örugglega aðlagast mjög fljótt. Á hans deild eru engir íslenskir krakkar, sem flýtir fyrir því að hann lærir sænsku. Núna erum við að æfa okkur að segja "ég þarf á klósettið" á sænsku, því það er eiginlega það eina sem er nauðsynlegt að geta sagt þegar við Júlli verðum ekki með.

Skólinn minn byrjar líka í dag. Ég er reyndar ekki skráð í neina kúrsa á mánudögum og er enn að reyna að hnoða saman einhverju námi. Fer í einn tíma á morgun í Byggnadsakustik og svo ætla ég líklega að tala við Anniku sem hjálpar manni að búa til eitthvað prógram.

Hulda og Rakel Júlíana eru fluttar út og flestir eða allir sem voru á Íslandi í sumar eru komnir. Badmintonið er komið á fullt. Það er á planinu að kaupa líkamsræktarkort til að losna við sumarbumbuna og vera svo duglegur í skólanum.

Það er svo miklu skemmtilegra að byrja núna í skólanum og fara með börnin í skólana þegar maður getur talað (eða amk bjargað sér á) sænsku. Við erum sæmilega dugleg að setja myndir á myndasíðuna og ég ætla að reyna að vera duglegri í blogginu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home