Kári minn er hæstánægður í leikskólanum. Hann er búin að vera í aðlögun í 4 daga og á morgun verður hann allan daginn. Í dag var hann fram yfir hádegismat og þegar við sóttum hann vildi hann helst ekki fara heim. Annars var hann svo þreyttur eftir daginn að hann nennti ekki að orga eins og hina dagana. Um leið og hann kom heim fór hann upp í rúm að lúlla.
Þórdís er byrjuð líka á fullu í skólanum og það er nú alltaf eitthvað drama í gangi hjá henni. Held hún sé samt ánægð að vera byrjuð og er farin að læra ensku og fékk nýja sænska lestarbók, sem okkur líst mjög vel á.
Í gærkvöldi fórum við í mat til sænskrar nágrannakonu okkar og töluðum eiginlega bara sænsku í 2 klukkutíma! Mér finnst það nú bara nokkuð gott.
Lífið í Lundi er sem sagt að komast í fastar skorður og allir kátir og hressir.
Þórdís er byrjuð líka á fullu í skólanum og það er nú alltaf eitthvað drama í gangi hjá henni. Held hún sé samt ánægð að vera byrjuð og er farin að læra ensku og fékk nýja sænska lestarbók, sem okkur líst mjög vel á.
Í gærkvöldi fórum við í mat til sænskrar nágrannakonu okkar og töluðum eiginlega bara sænsku í 2 klukkutíma! Mér finnst það nú bara nokkuð gott.
Lífið í Lundi er sem sagt að komast í fastar skorður og allir kátir og hressir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home