Í dag á Júlli afmæli og í dag er líka fyrsti dagurinn hans í vinnunni eftir sumarfrí. Við erum búin að gera svo margt skemmtilegt í fríinu. Embla frænka Júlla, sem er 10 ára, kom í heimsókn til okkar í 8 daga og við fórum í Tívolí, dýragarð, hjóluðum niður að strönd. Midsommar var haldið hátíðlegt í Folkets park í Malmö. Þar eru tívolítæki sem stelpurnar fengu að fara í og Kári aðeins líka. Við keyptum hjólakerru, svo nú getum við farið í lengri ferðir og haft báða krakkana í kerrunni, þó að Þórdís sé nú orðin aðeins of stór í hana. Þegar Embla var hjá okkur skiptust þær á að hjóla og sitja í. Við getum líka farið að versla á hjólinu. Kemur næstum alveg í staðinn fyrir bíl, er heilsusamlegra og skemmtilegra.
Í gær borðum við morgunmat úti á svölum og fórum svo í hjólatúr í Stadsparken. Það er svo æðislegt í þessum garði. Endur með unga, skjól og styttur og fólk að halda upp á afmæli eða bara sitja og picknicka eins og við gerðum.
Keyptum okkur myndavél um daginn Canon 400D og það er allt annað að taka myndir. Því miður kom hún of seint til að við gætum almennilega myndað heimsóknina hennar Emblu.
Hérna á Kjammanum er búið að vera frekar tómlegt, þar sem flestir Íslendingarnir fóru til Íslands í júní, en núna fara þeir að koma heim aftur og þá fer að lifna við hérna :o)
Mamma og pabbi ætla að heimsækja okkur loksins í næstu viku og svo taka þau dísina mína með sér heim, svo hún geti knúsað ömmur, afa og alla hina á Íslandi í 3 vikur. Ég á sko eftir að sakna hennar. En það verður gott fyrir litlu ömmu- og afastelpuna að hitta alla.
Hugsa að við hin bíðum með að fara til Íslands þangað til í haust eða vetur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home