21.6.07

Ítalía

Þann 5. júní flugum við til Rómar. Það var voða heitt og við náðum í bílaleigubílinn og keyrðum af stað. Okkur tókst að villast og þurftum að kaupa kort bara til að komast út úr bænum. Svo vorum við með leiðbeiningar hvernig við ættum að komast á gistiheimilið okkar La Reserva Di Martignanello. Okkur tókst ekki að fara eftir þeim og þegar við komum að vatni við hliðina á vatninum þar sem okkar gistiheimili var spurðum við vegfaranda til vegar. Þetta voru Þjóðverjar(einu túristarnir sem við sáum) og þeir sögðu einmitt að þeir hefðu leitað að þessu vatni án árangurs :oS. Við fundum svo turistinfo þar sem við loksins fundum einhvern sem talaði ensku. Litla gistiheimilið var í miðjum skógi og alveg frábært. Þegar við vorum búin að henda inn farangrinum fórum við til Campagnano, sem er bær nálægt og fengum okkur æðislegar pizzur!


Um kvöldið sóttum við svo Hólmfríði, Gunna og Márus á flugvöllinn. Við fórum svo í Zoomarine(æðislegur sjávardýragarður með sýningum og vatnsrússíbana), dýragarð, dagsferð til Rómar, skoðuðum gosbrunna í bænum Tívolí, á ströndina, á hjólabát og svo borðuðum við rosalega mikið af rosalega góðum mat, borðuðum mikinn ís og drukkum mikið kaffi. Þetta var æðislegt ferð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home