7.5.07

Sumarið er komið :o)

Við erum flutt á Kämnärsvägen 9M núna. Næsta hús og á 3. hæð. Það er frábært! Íbúðin er reyndar ekki alveg jafn fín, ljót málning á skápum og fullt af holum eftir nagla, en það er hægt að redda því. Júlli er komin með langþráð vinnuherbergi og það er mjög rólegt og gott að vera á 3. hæð. Það er búið að vera æðislegt veður í síðustu viku, glampandi sól og hlýtt. Krakkarnir fóru í tvö sundlaugapartý í gær og allir vel rauðir eftir daginn, sérstaklega ég. Náði aðeins að brenna á ristunum! og öxlunum. Svo var auðvitað grillað. Núna er hins vegar bara lítil sól og kaldara og ég er fegin að fá að jafna mig á sólinni. Júlli fór til Hollands að vinna í gær og kemur ekki heim fyrr en seint á föstudag. Svo óheppilega vildi til að þetta er síðasta vikan í verkefni í skólanum og ég veit ekki alveg hvernig ég redda þessu. Vona að kynningin verði ekki á föstudaginn eins og planið er. Við Kári erum heima núna, hann er að leggja sig og ég að ryksuga(eða Rúmba ;o)).
Verð að fá að pirra mig smá. Helv. þvottavélin hérna eyðilagði föt fyrir okkur í dag. Kjóll sem ég er nýbúin að kaupa handa Dísu, hvít hettupeysa af mér og eitthvað fleira kom blettótt út úr vélinni og fór sko ekki þannig inn. Sama hvað ég er búin að hamast á þessu með blettaeyði fer þetta ekki úr! Spurning um að kaupa sér bara þvottavél.
Við vorum búin að ákveða að fara til Gautaborgar um næstu helgi, en það gekk víst ekki upp. Verðum bara hérna heima í Eurovisionpartýi í staðinn. Það er innan við mánuður í Ítalíuferðina okkar og tæpar 2 vikur í að Stebbi og Sóley heimsæki okkur.
Ætla núna að fara og baka möffins fyrir krúttin mín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home