25.5.07

Það er orðið fínt hjá okkur :o)



Maður er orðinn svo lélegur þessu bloggstússi. Allt gott að frétta af okkur. Síðan síðast erum við búin að fá okkur sófa, sófaborð, sjónvarp, heimabíó og safapressu. Allt mjög þarft. Safapressan hefur verið notuð á hverjum degi síðan við fengum hana og það eru gerðir safar úr alls konar grænmeti og ávöxtum sem krakkarnir eru


Það er ekkert smá ljúft að vera loksins komin með huggulega stofu sem er gott að kúra í.


Síðustu helgi komu Stebbi og Sóley til okkar. Það var mjög gaman að fá þau í heimsókn. Þau fengu fínt veður og við grilluðum auðvitað og fengum okkur rauðvín og bjór. Sýndum þeim Lund og Malmö og auðvitað búðirnar :o)



Í síðustu viku bjuggum við Júlli til Sushi í fyrsta sinn. Fórum í svo skemmtilegt Eurovision/kosningapartý þar sem var svo gott sushi í boði að það varð til þess að við ákváðum að prófa sjálf. Það heppnaðist rosalega vel og við ætlum sko að gera svona fljótlega aftur, kannski öðruvísi týpu líka. Gerðum sushi með krabba, gúrku og avokado .. slurk! Á myndinni er Júlli að skera Sushi og Kári að horfa á lest í tölvunni. Stofan okkar er enn þá tóm þarna.

Við erum líka búin að splæsa í risa trambólín með nokkum fjölskyldum hérna. Margir orðnir rosa góðir, farnir að fara í þreföld flikkflökk og svona ég hef nú bara prófað að hoppa einu sinni og engar kúnstir. Held ég leggi ekki í að fara að eyðileggja bakið mitt enn meira.


Í dag eru bara 5 dagar þangað til að Júlli minn kemst í frí og þá getumvið farið að gera eitthvað skemmtilegt. Hann ætlar að vera í fríi allan júní og örugglega meira. Svo eru bara 10 dagar þangað til við fljúgum til Rómar. Sumarið verður æði! Endilega skoðið nýju myndirnar þó myndavélin okkar sé að syngja sitt síðasta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home