16.4.07

Komin heim.

Jæja þá er fjölskyldan komin heim til sín eftir fínar 2 vikur á Íslandi. Það var ósköp gott að sjá alla, fjölskyldu og vini. Erfitt að kveðja. Fengum mjög oft fisk og lambakjöt. Eitthvað sem maður borðar næstum aldrei hérna úti. Gott að koma heim samt.
Júlli var veikur þegar Peter, Bjorn and John spiluðu svo ég tók Betu með mér. Við fórum og hittum URBlingana hans Júlla á Þremur Frökkum og fengum okkur fisk. Ég fékk mér smálúðu með humar og humarsósu, namminamm.
Flugið heim var svo kl. 7.15 næsta morgun, svo við vorum komin á fætur kl.tæplega 4. Ég var búin að sofa ca 1 og hálfan tíma. Við erum búin að ákveða að fara ekki aftur með Icelandexpress. Flugvélin var bara vond og svo er náttúrulega ekkert fyrir börnin, enginn matur eða neitt. Voru frekar erfiðir 3 tímar. Við sváfum samt mest allan tímann.

Nú erum við komin heim í sól og 23°C :oD

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home