Gaman í Lundi
Ohh það er ekkert smá ljúft að búa í Lundi þessa dagana. Við Kári erum mikið úti á daginn, ég rétt fer aðeins í skólann og Kári inn að lúlla, annars erum við bara úti að leika. Í dag vorum við að leika við Klöru og Kollu og svo kom Júlli út og við náðum í badmintonspaðana og lékum okkur. Svo fórum við í grill á Fimmunni til Ámunda og Ástu og það voru næstum allir að grilla sér steikur, hamborgara, pylsur og grænmeti. Krakkarnir voru svo bara að leika á meðan og rétt stoppuðu til að fá sér smá að borða. Í gær grilluðum við líka eftir að íslendingafótboltaliðið var að keppa(og vinna), rétt áður en við stelpurnar fórum í badminton. Það er svo gaman í badminton! Hef ekki komist með síðan fyrir páska.
Á morgun fáum við kannski lyklana að íbúðinni okkar á Níunni (kämnärsvägen 9) af því að gaurarnir sem búa þar núna ætla að vera búnir að skila lyklunum fyrir helgi. Það væri svo frábært, þá getum við flutt inn um helgina, en þurfum ekki að bíða fram á miðvikudag, því 1. maí er frídagur og 30. apríl er Valborgarmessa og þá vilja þeir víst líka vera í fríi.
Saga kemur til okkar á laugardaginn og ætlar að vera fram á sunnudag. Þá er víst spáð bongóblíðu, eins og er búið að vera í dag. Í dag voru 22°C og heiðskýrt!
Ég setti inn slatta af myndum. Frá ferð um síðustu helgi til Köben í dýragarðinn og Strikinu og frá því að Malla og Ari voru hjá okkur og við fórum á kafbáta-, lesta- og flugvélasafnið í Malmö (Sjöfart museet).
Á morgun fáum við kannski lyklana að íbúðinni okkar á Níunni (kämnärsvägen 9) af því að gaurarnir sem búa þar núna ætla að vera búnir að skila lyklunum fyrir helgi. Það væri svo frábært, þá getum við flutt inn um helgina, en þurfum ekki að bíða fram á miðvikudag, því 1. maí er frídagur og 30. apríl er Valborgarmessa og þá vilja þeir víst líka vera í fríi.
Saga kemur til okkar á laugardaginn og ætlar að vera fram á sunnudag. Þá er víst spáð bongóblíðu, eins og er búið að vera í dag. Í dag voru 22°C og heiðskýrt!
Ég setti inn slatta af myndum. Frá ferð um síðustu helgi til Köben í dýragarðinn og Strikinu og frá því að Malla og Ari voru hjá okkur og við fórum á kafbáta-, lesta- og flugvélasafnið í Malmö (Sjöfart museet).
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home