Stokkhólmur

Vorum komin frekar seint til Stokkhólms á föstudaginn eftir að hafa farið vitlausa leið. Tókum sem sagt ekki hraðbrautina heldur þjóðveg meðfram austurströndinni. Það var reyndar bara skemmtilegt og við sáum margt fallegt og munum örugglega fara aftur þegar við höfum tíma til að stoppa og skoða okkur um. Gustaf var svo góður að keyra okkur á tónleikana svo við náðum alla vega 45 mín af þeim. Heyrði að fyrri helmingurinn hefði ekki verið svo góður þannig að við erum bara alsæl :) Arcade Fire átti víst líka að spila í Kaupmannahöfn, en þeim tónleikum var aflýst vegna þess að söngvarinn var veikur, held ég. Þeim vorum sem sagt alveg frábærir eins og við bjuggumst við. Eftir tónleikana röltum við svo í bæinn og fengum okkur pizzu. Fengum smá sjokk því þetta er svo risastórt allt. Svo fékk maður smá hroll á lestarstöðinni þegar löggann var að skipta sér af einhverju liði :oS
Þegar við komum heim voru krakkarnir í svaka stuði enn þá. Dagný var svo góð að passa þau á meðan við vorum á tónleikunum. Svo sofnuðum við öll einhvern tímann stuttu seinna.
Krakkarnir vöknuðu fyrir allar aldir og enginn leið að kúra lengur. Íbúðin er svo lítil að það er ekki hægt að setja þau inn í annað herbergi ;o) Þetta var líka svo fínt, því við vorum komin snemma í bæinn. Fórum auðvitað smá í H&M og á markað og svo fórum við í Gamla Stan. Rosalega fallegt og gaman að koma þangað. Settumst á rosalega sætt kaffihús, Kaffekoppen, sem er í kjallara á gömlu húsi. Allt lýst upp með kertaljósum.

Takk Dagný fyrir að leyfa okkur að koma. Það er ekket smá mál að fá svona 4ra manna fjölskyldu í heimsókn! :o)
Þegar við komum heim var æðislegt veður, allir úti að grilla, en við fórum og hittum tengdó á veitingastað í bænum. Gott að koma heim í litla Lund, en eigum örugglega eftir að koma aftur í stórborgina og skoða meira :oD
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home