Rosaleg dagskrá næstu mánuði :oD
Nóg að gera þessa dagana. Á morgun fer ég í fyrsta prófið mitt hérna úti og það eina á þessari önn, sem er að klárast í næstu viku. Á miðvikudag þarf ég að skila verkefni þar sem ég á að hljóðhanna sal í skólanum og svo halda fyrirlestur um verkefnið á föstudaginn. Ég er svo mikill lúði að ég kom mér ekki í neinn hóp og er því bara ein með þetta verkefni.
Svo í næstu viku klárum verkefnið í hinu faginu. Komst í hóp þar, bara af því að ég er ekki eini íslendingurinn. :oP
23. mars förum við svo í heimsókn til Dagnýjar og Gustafs í Stokkhólmi og á tónleika með Arcade Fire. Einhvern tímann um þetta leyti koma svo Óttar, Stína og Júlíus í heimsókn til okkar. Það er víst von á tengdapabba líka, en ég veit ekki alveg hvenær.
1. apríl förum við svo í páskafrí til Íslands og förum á tónleika 13. apríl þar með Peter, Bjorn and John. Pínu fyndið að fara til Íslands og sjá sænska hljómsveit þar :o)
Svo förum við heim aftur 14. apríl.
15. apríl er Malla fimleikaskvísa að fara að keppa í Stokkhólmi og ætlar líklega að koma og heimsækja okkur Lundarfólkið eftir það :o)
23. apríl ætlum við svo á tónleika með Midlake í Malmö.
1. maí flytjum við í stærri íbúð hérna í næsta húsi.
12. maí er víst maraþon í Gautaborg og Júlli er að spá í að hlaupa. Mig langar reyndar svolítið líka, en ekki víst að ég geti komið mér í svoleiðis form. Svo þarf víst einhver að vera með blessuð börnin. ;o) Væri amk gaman að skoða borgina og svona. Svo er náttúrulega Eurovision líka, svo maður verður að vera í góðum hópi Íslendinga og halda með Eika Hauks!
Í lok maí ætla Inga Rut, Einar og Hanna Björg að koma til okkar.
5. júní ætlum við svo að hitta Hófí, Gunna og Márus á Ítalíu :o)
Svo búumst við auðvitað við stanslausum straumi af vinum og fjölskyldu sem heimsækja okkur í sumar.
Svo í næstu viku klárum verkefnið í hinu faginu. Komst í hóp þar, bara af því að ég er ekki eini íslendingurinn. :oP
23. mars förum við svo í heimsókn til Dagnýjar og Gustafs í Stokkhólmi og á tónleika með Arcade Fire. Einhvern tímann um þetta leyti koma svo Óttar, Stína og Júlíus í heimsókn til okkar. Það er víst von á tengdapabba líka, en ég veit ekki alveg hvenær.
1. apríl förum við svo í páskafrí til Íslands og förum á tónleika 13. apríl þar með Peter, Bjorn and John. Pínu fyndið að fara til Íslands og sjá sænska hljómsveit þar :o)
Svo förum við heim aftur 14. apríl.
15. apríl er Malla fimleikaskvísa að fara að keppa í Stokkhólmi og ætlar líklega að koma og heimsækja okkur Lundarfólkið eftir það :o)
23. apríl ætlum við svo á tónleika með Midlake í Malmö.
1. maí flytjum við í stærri íbúð hérna í næsta húsi.
12. maí er víst maraþon í Gautaborg og Júlli er að spá í að hlaupa. Mig langar reyndar svolítið líka, en ekki víst að ég geti komið mér í svoleiðis form. Svo þarf víst einhver að vera með blessuð börnin. ;o) Væri amk gaman að skoða borgina og svona. Svo er náttúrulega Eurovision líka, svo maður verður að vera í góðum hópi Íslendinga og halda með Eika Hauks!
Í lok maí ætla Inga Rut, Einar og Hanna Björg að koma til okkar.
5. júní ætlum við svo að hitta Hófí, Gunna og Márus á Ítalíu :o)
Svo búumst við auðvitað við stanslausum straumi af vinum og fjölskyldu sem heimsækja okkur í sumar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home