21.3.07

Förra veckoslut og den nästa

Við erum búin að fá fyrstu gestina okkar, Óttar, Stínu og Júlíus Örn á kjammann og það gekk bara vel. Við Júlli sváfum í stofunni og leyfðum gestunum að vera í okkar herbergi.

Við fórum á föstudagskvöldinu með þeim út að borða á Stäket, sem er steikhús í bænum. Svo fórum við heim og komum ungviðunum í háttinn og drukkum fullt af rauðvíni, bjór og sænskan snafs og spiluðum Trivial. Á laugardaginn fórum við svo til Malmö. Settumst á útikaffihús í góða en kalda veðrinu og svo var farið í H&M og einhverjar örfáar búðir. T'okum lest þangað og það fannst Kára svo gaman, held hann hafi lestardellu pabba síns því hann hefur ekki talað um annað síðan þá ;o). Laugardagskvöld vorum við heima og bökuðum pizzu. Við entumst nú ekki lengi þetta kvöld enda allir orðnir vel sólaðir og þreyttir eftir ferðalagið. Á sunnudaginn fórum við og skoðuðum dómkikjuna, fengum okkur hádegismat á Expressohouse og svo í NovaLund. Þar var meiri peningum eytt ;o) Rosalega fín helgi. Verður gott að fá stærri íbúð samt. Ég setti inn myndir frá helginni á myndasíðuna.

Ég klippti fallegu ljósu lokkana hans Kára í gær. Hann var orðinn svo síðhærður, tímdi því samt varla. En hann er eins og nokkrum mánuðum eldri núna. Enn þá fallegasti strákur í heimi auðvitað!



Við fórum í skólann í dag og töluðum við kennarana hennar Þórdísar í annað skiptið um hvernig henni gengi og liði í skólanum. Þremur vikum seinna er hún orðin rosalega dugleg að tala og gengur rosalega vel.
Yndilegar konurnar sem eru umsjónarkennararnir hennar.
Eitt annað merkilegt.. við Júlli töluðum ensku fyrir 3 vikum en sænsku (mestan part amk) núna :oD
Við fjölskyldan erum svo að fara til Dagnýjar skvísu í Stokkhólmi á föstudaginn. Verður gaman að sjá þau Gustaf og fæðingarbæinn minn ;o). Svo erum við Júlli að fara á Arcade Fire tónleika. Ætlum svo í hópútaðborðaferð með nokkrum Stokkhólmurum. Verður æðislegt að fara í smá ferðalag. Svo er Íslandsferðin okkar bara eftir eina og hálfa viku. Hlakka svo til að hitta alla!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home