Förra veckoslut og den nästa
Við erum búin að fá fyrstu gestina okkar, Óttar, Stínu og Júlíus Örn á kjammann og það gekk bara vel. Við Júlli sváfum í stofunni og leyfðum gestunum að vera í okkar herbergi.

Ég klippti fallegu ljósu lokkana hans Kára í gær. Hann var orðinn svo síðhærður, tímdi því samt varla. En hann er eins og nokkrum mánuðum eldri núna. Enn þá fallegasti strákur í heimi auðvitað!
Við fórum í skólann í dag og töluðum við kennarana hennar Þórdísar í annað skiptið um hvernig henni gengi og liði í skólanum. Þremur vikum seinna er hún orðin rosalega dugleg að tala og gengur rosalega vel. 

Yndilegar konurnar sem eru umsjónarkennararnir hennar.
Eitt annað merkilegt.. við Júlli töluðum ensku fyrir 3 vikum en sænsku (mestan part amk) núna :oD
Við fjölskyldan erum svo að fara til Dagnýjar skvísu í Stokkhólmi á föstudaginn. Verður gaman að sjá þau Gustaf og fæðingarbæinn minn ;o). Svo erum við Júlli að fara á Arcade Fire tónleika. Ætlum svo í hópútaðborðaferð með nokkrum Stokkhólmurum. Verður æðislegt að fara í smá ferðalag. Svo er Íslandsferðin okkar bara eftir eina og hálfa viku. Hlakka svo til að hitta alla!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home