Pja...
Ótrúlegir þessir Svíar! Við erum löngu löngu búin að sækja um kennitölur, ég er reyndar með gamla sem þurfti bara að virkja, en í dag var okkur sagt að þær væru loksins komnar í lag. Til að geta fengið síma í áskrift þarf maður að vera búinn að fá kennitölu. Við fórum þess vegna í dag að fá símanúmer fyrir Júlla, til að vinnan geti borgað reikningana þarf það að vera í áskrift. En þegar við ætluðum að fá númer var okkur sagt að við þyrftum að vera búin að hafa kennitölu í 2 vikur til að geta fengið símanúmer!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home