Lundur
Héðan frá Lundi er allt gott að frétta og við Þórdís teljum niður dagana þangað til strákarnir okkar koma hingað og við fáum íbúðina okkar. Við fáum litla 3. herbergja íbúð, sem ég er strax farin að vera vanþakklát með. En þar sem ég er búin að nota forganginn minn til að fá íbúð er borin von að fá 4. herbergja næstum strax. En við erum nú vön því að sitja þétt og sátt.
Það snjóar núna í fyrsta skipti í vetur. Það er fínt því það verður alveg rosalega dimmt seinni partinn.
Við Júlli erum búin að kaupa okkur miða á tónleika með Arcade Fire í Stokkhólmi í mars og ætlum að heimsækja Dagnýju og Gustaf í leiðinni. Það verður frábært :o)
Skólinn minn er byrjaður á fullu, ég er bara í 2 fögum þessa fyrstu önn(sem er 7 vikur). Einum áfanga með arkítektum og mér líst bara svona sæmilega á hann. Svo er ég er í einum akustik kúrsi, sem er mjög áhugaverður. En hann er kenndur á sænsku, sænsk bók og svo eru hópverkefni með fyrirlestri og prófi.. og allt á sænsku!
Ég er svona að prófa mig áfram núna, veit ekkert hvert ég stefni og geri mjög líklega eitthvað allt annað á næstu önn.
Ég er búin að hitta frænda minn sem býr hérna rétt hjá, komin í fínan saumaklúbb og búin að fara í partý.
Setti myndir á myndasíðuna.
Það snjóar núna í fyrsta skipti í vetur. Það er fínt því það verður alveg rosalega dimmt seinni partinn.
Við Júlli erum búin að kaupa okkur miða á tónleika með Arcade Fire í Stokkhólmi í mars og ætlum að heimsækja Dagnýju og Gustaf í leiðinni. Það verður frábært :o)
Skólinn minn er byrjaður á fullu, ég er bara í 2 fögum þessa fyrstu önn(sem er 7 vikur). Einum áfanga með arkítektum og mér líst bara svona sæmilega á hann. Svo er ég er í einum akustik kúrsi, sem er mjög áhugaverður. En hann er kenndur á sænsku, sænsk bók og svo eru hópverkefni með fyrirlestri og prófi.. og allt á sænsku!
Ég er svona að prófa mig áfram núna, veit ekkert hvert ég stefni og geri mjög líklega eitthvað allt annað á næstu önn.
Ég er búin að hitta frænda minn sem býr hérna rétt hjá, komin í fínan saumaklúbb og búin að fara í partý.
Setti myndir á myndasíðuna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home