13. janúar
Litli strákurinn minn Kári er 2ja ára í dag. Ég er svo leið yfir að geta ekki knúsað hann í dag því hann er í faðmi fjölskyldunnar en ég úti í Lundi með Þórdísi, sem saknar hans líka.
Í dag verður fjölskylduboð hjá ömmu og afa í Víðihlíð.
Hann er svo ótrúlegur þessi litli strákur. Alltaf glaður og góður og ég hef heyrt það sé ekki til betra barn til að passa. Hann fer í rúmið brosandi og vaknar brosandi. Alveg glatað að hafa hann ekki hérna! Svo saknar maður auðvitað Júlla síns líka. Það verður hamingja og gleði í Lundi 1.febrúar!
Annars eins og sést á þessu blessaða bloggi er ég búin að vera rosalega löt við að bloggga. Síðan síðast hefur rosalega mikið gerst og ég nenni ekki að fara yfir það allt.
Við Þórdís erum sem sagt staddar í Lundi í íbúð Önnu og Abba sem voru svo yndisleg að leyfa okkur að búa hjá sér þangað til við fáum okkar íbúð 1. febrúar á Kämnärsvägen 11 P. Íbúðin þeirra er í Vildanden. Þau koma svo hingað í dag.
Við Þórdís erum búnar að vera hérna einar að reyna að finna út úr öllu hérna. Fórum í skólann sem hún verður í, Svenhögsskolen og hún byrjar í skólanum á mánudaginn og þá líklega með 8 ára börnum, þar sem sænsk börn byrja í skólanum 7 ára og Þórdís er í 2. bekk.
Við fórum í skólann minn, við hittum engan og villtumst bara :oP En þetta er frágengið held ég með einum tölvupósti. Ætla bara að vera með Beggu og Ámunda í kúrsi sem þau eru skráð í og taka svo einn sænskukúrs. Fínt svona fyrst þegar ég þarf að passa Þórdísina mína. Það er örugglega erfitt að koma inn í skóla og geta ekki talað við neinn, en hún bjargar sér örugglega :o)
Við fórum í bankann, en ég var ekki með eitthvað blað sem ég þurfti að hafa til að stofna bankareikning.
Blessunarlega á ég kennitölu frá 21.júlí 1979 ;o) þannig að ég þarf ekki að bíða eftir henni í 3 vikur. Þarf samt að sækja um fyrir krakkana og það þarf maður að gera í Malmö, svo ég ætla að fá góðar ráðleggingar um hvernig við förum þangað. (ég er áttavilltasta og óratvísasta manneskja sem fyrirfinnst)
Begga hringdi áðan og þau komu í gærkvöldi og við ætlum líklega að heimsækja þau á eftir á Kämnärsvägen. Hlökkum til að sjá hvar við eigum eftir að búa.
Ég lofa engu en ætla að reyna að vera duglegri að blogga en síðustu mánuði.
Svo vona ég að við fáum fullt af heimsóknum hingað út þegar við erum komin með íbúðina okkar!
Í dag verður fjölskylduboð hjá ömmu og afa í Víðihlíð.
Hann er svo ótrúlegur þessi litli strákur. Alltaf glaður og góður og ég hef heyrt það sé ekki til betra barn til að passa. Hann fer í rúmið brosandi og vaknar brosandi. Alveg glatað að hafa hann ekki hérna! Svo saknar maður auðvitað Júlla síns líka. Það verður hamingja og gleði í Lundi 1.febrúar!
Annars eins og sést á þessu blessaða bloggi er ég búin að vera rosalega löt við að bloggga. Síðan síðast hefur rosalega mikið gerst og ég nenni ekki að fara yfir það allt.
Við Þórdís erum sem sagt staddar í Lundi í íbúð Önnu og Abba sem voru svo yndisleg að leyfa okkur að búa hjá sér þangað til við fáum okkar íbúð 1. febrúar á Kämnärsvägen 11 P. Íbúðin þeirra er í Vildanden. Þau koma svo hingað í dag.
Við Þórdís erum búnar að vera hérna einar að reyna að finna út úr öllu hérna. Fórum í skólann sem hún verður í, Svenhögsskolen og hún byrjar í skólanum á mánudaginn og þá líklega með 8 ára börnum, þar sem sænsk börn byrja í skólanum 7 ára og Þórdís er í 2. bekk.
Við fórum í skólann minn, við hittum engan og villtumst bara :oP En þetta er frágengið held ég með einum tölvupósti. Ætla bara að vera með Beggu og Ámunda í kúrsi sem þau eru skráð í og taka svo einn sænskukúrs. Fínt svona fyrst þegar ég þarf að passa Þórdísina mína. Það er örugglega erfitt að koma inn í skóla og geta ekki talað við neinn, en hún bjargar sér örugglega :o)
Við fórum í bankann, en ég var ekki með eitthvað blað sem ég þurfti að hafa til að stofna bankareikning.
Blessunarlega á ég kennitölu frá 21.júlí 1979 ;o) þannig að ég þarf ekki að bíða eftir henni í 3 vikur. Þarf samt að sækja um fyrir krakkana og það þarf maður að gera í Malmö, svo ég ætla að fá góðar ráðleggingar um hvernig við förum þangað. (ég er áttavilltasta og óratvísasta manneskja sem fyrirfinnst)
Begga hringdi áðan og þau komu í gærkvöldi og við ætlum líklega að heimsækja þau á eftir á Kämnärsvägen. Hlökkum til að sjá hvar við eigum eftir að búa.
Ég lofa engu en ætla að reyna að vera duglegri að blogga en síðustu mánuði.
Svo vona ég að við fáum fullt af heimsóknum hingað út þegar við erum komin með íbúðina okkar!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home