19.11.06

Helgin

Þessi helgi er búin að vera rosaleg. Hún byrjaði eiginlega á fimmtudaginn, þegar við fórum á Vitabar og svo á Borat í bíó. Guð minn góður hvað ég hló!
Á föstudaginn fórum við svo aftur á Vitabar ;o) og svo á tónleika í Fríkikirkjunni með Sufjan Stevens. Það var svo æðislegt.
Eftir það var svo brunað upp í Laugardalshöll þar sem Sykurmolarnir voru. Það var líka magnað! Rosalega góð stemning og gaman að sjá hvað þau höfðu gaman að þessu sjálf :o).
Eftir það fórum við á Barinn og fengum okkur bjór. Mér leið eins og ég væri eldgömul og ég er alveg pottþétt á því að margir þarna inni voru ekki orðnir 20 ára.
Í gærkvöldi fór ég svo í vinnustelpupartý og það var frábært líka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home