22.10.06

Ekki lengur grasekkja! :o)

Jæja þá er Júlli kominn heim og það er nú aldeilis frábært!! Hann steinsefur núna greyið eftir að ég bannaði honum að sofa í gær, nema bara pínulítið. Þegar hann kom til landsins í gærmorgun var kl 7.50 hjá okkur, en 00.50 úti svo hann missti alveg úr eina nótt. Kannski ekki skrítið að hann sé þreyttur og ég er ekkert svo reið að þurfa að drekka morgunkaffið ein kl.13 um hádegið ;o)

Hann missti sig auðvitað í búðum eins og ekta Íslendingi sæmir ;o)
Það er eitt sem stendur upp úr því sem hann keypti að mínu mati. Þegar hann kom heim og fór að taka upp úr töskunum, tók hann eitthvað tæki upp, sem ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvað var og fjarstýringu. Hann sagði að þetta væri virtual wall og spurði mig hvort mig grunaði fyrir hvað hann væri. Ég auðvitað alveg græn og bara "uhh nei!" Svo tók hann upp frekar nett tæki og setti á gólfið. Þá fór ég að leggja saman tvo og tvo, því hann var líka búinn að segja mér í símanum kvöldið áður að vera ekkert að ryksuga (já ég kveikti ekki á perunni þá heldur).
Þetta er semsagt ryksugu-róbot, sem bara ryksugar meðan maður er í vinnunni!
Veggurinn er víst til að halda henni innan ákveðins svæðis ef maður vill. Mér finnst þetta svo mikil snilld.
Þegar maður er með gaur á 2. ári þá er alltaf brauðmylsna og cheerios og eitthvað álíka skemmtilegt á gólfunum.
Maður bara stillir tímann sem hún á að byrja á fjarstýringunni og þegar hún er búin þá fer hún bara aftur í Base-inn sinn. :oD
Svo fékk ég auðvitað flottann pakka frá leyndarmálum Vikóríu, kúrekastígvél og íþróttaskó, bol og hettupeysu.
Krakkarnir fá líka fullt af fínum fötum, fleira skemmtilegt og þórdís fær kúrekastígvél og Kári skó.
Svo missti hann sig í tækjabúðum og keypti flakkara(160gb!) og eitthvað þráðlaust tæki til að geta spilað tónlistina úr fartölvunum í græjunum með einu klikki! Já og eitthvað fleira sem ég hef ekkert vit á.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home