12.9.06

Ég sit hérna heima með Kára minn lasinn og nenni varla að blogga. Held þetta sé að verða ágætt.
Við Júlli fórum með vinnunni í sjóstangveiði á föstudaginn. Ég varð svo sjóveik að ég gat varla staðið í lappirnar og nema rétt til að kasta upp ;o)
Ég náði samt að veiða einn fisk og Júlli líka og ég hugsa að ég reyni að malla eitthvað úr því í kvöld.
Við erum komin aftur af stað í kjallarnum og þrátt fyrir svartsýnisrödd frá smiðnum okkar sem sagði bara hreint út um helgina að við myndum aldrei klára þetta fyrir jól ætlum við að gera okkar besta. Höfum alveg 3 mánuði og þegar gólfið er tilbúið og smiðurinn búinn að setja glugga og hurð í, getum við farið að gera eitthvað sjálf. Vorum meira að segja að spá í að taka okkur launalaust frí úr vinnunni í nóvember til að vinna í kjallaranum. Einangra loft, setja upp milliveggi, klæða veggi og eitthvað svona sem við ættum alveg að geta gert án hjálpar. Við munum auðvitað ekki klára þetta ef við erum bara í þessu í 2 tíma um helgar :oS
Vonum bara að fólk sem við treystum á standi sig og þá ætti þetta nú að geta klárast.

Það er að styttast í að við förum út og ég hlakka svo mikið til :o) Ég er að fara að athuga með leikskólapláss fyrir Kára og skóla fyrir Þórdísi. Það eru víst líka biðlistar þarna úti á leikskóla svo það er ágætt að fara að senda inn umsókn.

Hlakka til að fá fólk í heimsókn í vor, það eru nokkrir búnir að ákveða að koma og vonandi standa þeir við það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home