blogg
Ég er mætt aftur til vinnu eftir 3ja vikna frí. Ég hef ekki verið í svona löngu fríi síðan haustið 1999. :oP
Þetta var alveg meiriháttar. Við náðum að gera margt og fríið leið ekki eins hratt og ég hélt.
27. júlí fórum við á tónleikana á Nasa með Belle and Sebastian. Þeir voru alveg frábærir!
Við fórum í 3 ferðir út á land. Fyrst til Akureyrar/Svarfaðardal á ættarmót. Sváfum í tjaldi. Gott veður en ekki gott bak.
Næsta ferð var á Ísafjörð til Helgu verkfræðiskvísu. Gistum í íbúðinni þeirra, sem betur fer. Fórum á kajak, keyrðum upp á Bolafjall, grilluðum hrefnu og naut, grænmeti og banana. Fórum í picknick á ströndina í frekar hryssingslegu veðri :o) Alveg rosalega skemmtileg ferð.
Á sunnudeginum brunuðum við Júlli svo í bæinn til að komast á Sigurrósar tónleikana á Miklatúni.
Síðasta ferðin var núna um verlsunarmannahelgina á Vík í Mýrdal. Gistum á gistiheimili. Mjög skemmtilegt, fórum í eina stutta fjallgöngu, skoðuðum ströndina við Reynisdranga, grilluðum og höfðum það gott.
Í kjallaranum hefur ekki mikið gerst, en þó er stutt í að drulluvinnunni sé lokið.
Svo auðvitað varð ég árinu eldri og fékk fullt af fínum gjöfum :o)
Þetta var alveg meiriháttar. Við náðum að gera margt og fríið leið ekki eins hratt og ég hélt.
27. júlí fórum við á tónleikana á Nasa með Belle and Sebastian. Þeir voru alveg frábærir!
Við fórum í 3 ferðir út á land. Fyrst til Akureyrar/Svarfaðardal á ættarmót. Sváfum í tjaldi. Gott veður en ekki gott bak.
Næsta ferð var á Ísafjörð til Helgu verkfræðiskvísu. Gistum í íbúðinni þeirra, sem betur fer. Fórum á kajak, keyrðum upp á Bolafjall, grilluðum hrefnu og naut, grænmeti og banana. Fórum í picknick á ströndina í frekar hryssingslegu veðri :o) Alveg rosalega skemmtileg ferð.
Á sunnudeginum brunuðum við Júlli svo í bæinn til að komast á Sigurrósar tónleikana á Miklatúni.
Síðasta ferðin var núna um verlsunarmannahelgina á Vík í Mýrdal. Gistum á gistiheimili. Mjög skemmtilegt, fórum í eina stutta fjallgöngu, skoðuðum ströndina við Reynisdranga, grilluðum og höfðum það gott.
Í kjallaranum hefur ekki mikið gerst, en þó er stutt í að drulluvinnunni sé lokið.
Svo auðvitað varð ég árinu eldri og fékk fullt af fínum gjöfum :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home