Grasekkja
Já Júlli fór til Hollands í viku og kemur ekki fyrr en á laugardag aftur. Þetta er annað skiptið sem við erum í sundur lengur en kannski einn sólarhring frá því við byrjuðum saman. Það eru að verða átta ár síðan. :o)
Þórdís og Kári sitja núna og skoða myndir af pabba sínum og Kári segir: "babbi babbi" og bendir á myndirnar. Þau sakna hans voða mikið og ég auðvitað líka.
Á föstudaginn bauð minn heittelskaði mér út að borða á Holtið. Ég fékk mér humarlasagne í forrétt, lambakjöt með einhverju voða góðu í aðalrétt og svo Irish coffee á eftir. Júlli fékk sér bæði graflax og snigla í forrétt, nautakjöt í aðalrétt og koniak á eftir og kaffi. Svo var okkur boðið í koniaksstofuna og við fengum rosalega fínt konfekt með kaffinu og svo mojito :o) Held þetta hafi verið einn af bestu mojito-um sem ég hef smakkað :oP
Þórdís og Kári sitja núna og skoða myndir af pabba sínum og Kári segir: "babbi babbi" og bendir á myndirnar. Þau sakna hans voða mikið og ég auðvitað líka.
Á föstudaginn bauð minn heittelskaði mér út að borða á Holtið. Ég fékk mér humarlasagne í forrétt, lambakjöt með einhverju voða góðu í aðalrétt og svo Irish coffee á eftir. Júlli fékk sér bæði graflax og snigla í forrétt, nautakjöt í aðalrétt og koniak á eftir og kaffi. Svo var okkur boðið í koniaksstofuna og við fengum rosalega fínt konfekt með kaffinu og svo mojito :o) Held þetta hafi verið einn af bestu mojito-um sem ég hef smakkað :oP
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home