6.6.06

Hestar! + Húsið (4)

Ég hef verið með hálfgert hestaæði frá því að ég var lítil. Alltaf þegar við fjölskyldan fórum í ferðir innanlands kölluðum við systir mín alltaf "HESTAR!" þegar við keyrðum framhjá hestum. :o) Mamma stóð einu sinni í biðröð í marga klukkutíma fyrir utan Laugardalshöllina til að koma mér á hestanámskeið.

Ég fór á hestbak á föstudaginn og það var svo æðislegt. Ég gæti sko alveg hugsað mér einhvern tímann að eignast hest. Kannski ekki núna á næstunni þar sem maður hefur engan tíma fyrir neitt. Kannski eftir 10 ár ;o)

Framkvæmdir mjakast og ég var að setja myndir á myndasíðuna. Hann Júlli minn er svo duglegur, var langt fram á kvöld að fylla í innkeyrsluna. Áfram verður steypt í vikunni og ég ætla að ná í mold og gera garðinn fínan þannig að hægt sé að bjóða í grillveislur og svona. Ef einhver á gamlar hellur má hann láta mig vita. Mig langar helst í gamlar og mosavaxnar gangstéttarhellur :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home