6.5.06

Prófið nálgast...

Omg prófið er eftir rúman klukkutíma og ég verð nú að segja að mér líður ekki of vel. Hvers vegna missir maður hæfileikann til að læra? Eða taka próf? Ég er svo hrædd um að klúðra þessu, því ég ætti alveg að geta þetta. Kann alveg slatta. Verst er að hafa ekki gamalt próf til að sjá hvernig próf hann gerir. Nú fer maður í próf og veit ekki á hverju maður getur átt von. Kannski kemur hann með svipuð dæmi og í vetur og kannski bara eitthvað allt annað. Kannski eru spurningarnar úr hverju atriði fyrir sig og kannski skellir hann þessu öllu í hafragraut og maður þarf að finna Fourierummyndun og hafa hnitaskipti, hliðra og tegra og finna svo með þrepun og innsetningu Dirac delta fallið :oS
Minns er hræddur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home