19.4.06

Húsið (1)

(Ætla að hafa smá húsablogg, svona aðallega fyrir mig til að sjá hvernig gengur. Líka fyrir ykkur sem hafið áhuga á að vita hvað er að gerast :oP)

Langt síðan maður hefur bloggað. Það er búið að vera mikið að gera í húsinu okkar. Í gær þegar við komum heim var RISA stór grafa fyrir utan og vörubíll. Þeir voru að taka allan jarðveginn úr innkeyrslunni. Núna er stór skurður fyrir framan hjá okkur og hægara sagt en gert að komast inn. Ætlum að setja lagnir niður áður en nýi jarðvegurinn kemur.
Píparinn kom í gær og aftengdi lögn sem var biluð og lagaði ofnana okkar. Það hefur aldrei verið svona hlýtt heima og við enn þá hjá m+p. Við erum farin að hlakka til að komast heim, en munum þurfa að búa öll 4 í pínulitlu svefnherbergi fyrst um sinn.
Næst á dagskrá er að píparinn kemur aftur í dag og setur dren og brunn og þá getum við farið að kalla í múrarann og láta hann laga svona smotterí hér og þar og slétta gólfið.
Mamma er að fara að teikna stiga fyrir okkur. Ætlum að athuga hvort við getum fengið akkúrat stigann sem okkur langar í, með því að mamma hanni hann og svo biðjum við smiðinn okkar að gera tilboð í hann. Kannski kemur það jafnvel betur út en að panta eitthvað dæmi að utan.
Mamma ætlar líka að teikna gluggana. Fínt að hafa arkitekt í fjölskyldunni ;o)
Páskafríið fór í þrif og stúss í húsinu og börnin voru hjá ömmum og öfum.
Mikið verður gott að geta flutt aftur í litla húsið sitt og eyða smá tíma með sætu krílunum sínum.
Annars er þetta hrikalega skemmtilegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home