London
Þá erum við Júlli búin að fara til London. Það var alveg virkilega gaman og við náðum að gera alveg ótrúlega mikið miðað við hvað við við vorum stutt úti.
Óhöppum dundi yfir hópinn en það kom ekki mikið að sök. Það byrjaði allt með því að þegar við vorum sest um borð í flugvélina í Keflavík var okkur tilkynnt að það yrði töf á fluginu. Eftir svona hálftíma kom hópur af fólki inn í vélina sem hafði víst ekki fengið sæti vegna þess að tölvukerfið hafði bilað. Eftir þetta fór vélin frá flugstöðinni en var fljótlega snúið við aftur vegna þess að einhverjir farþegar höfðu “gleymst”. Fólkið sem kom nú inn í vélina var kunnuglegt úr atvinnulífinu. Semsagt forríkt pakk sem ég ætla ekki að nafngreina. Ég veit samkvæmt öruggum heimildum að þetta fólk var bara að sötra ókeypis kotaila og gleymdi sjálft að koma. Þegar við komum til London þurftum við svo að fljúga um í 15 mín vegna umferðar á flugvellinum.
Við vorum lent klukkutíma á eftir áætlun.
Þegar við komum svo á hótelið var okkur tilkynnt að hótelið væri yfirbókað og hluti af hópnum þyrfti að fara á annað hótel. Við lentum sem betur fer ekki í þeim hópi og vorum því komin á fínan ítalskan veitingastað um 11 leytið. Fórum svo á hótelbarinn og fengum okkur í glas.
Á laugardeginum fórum við í túristaleiðangur. Fengum okkur sushi, fórum smá í búðir, niður að Thames, yfir göngubrú og til baka yfir aðra brú. Löbbuðum að Downingsstræti, Piccadilly circus, sáum Eye of London(nenntum samt ekki í það) og ýmislegt fleira. Löbbuðum í marga klukkutíma.
Árshátíðin var fín, en maturinn ekki neitt frábær, fyrir utan eftirréttinn. Ég var auðvitað rosa flott í nýja rauða kjólnum, sem rétt náði að koma með í ferðina. ;o)
Á sunnudeginum löbbuðum við líka heilmikið, fórum á indverskan veitingastað og í kínahverfið.
Svo lentum við aftur í seinkun á flugvellinum. Þegar við vorum búin að tékka okkur inn og komin alla leið að terminalinu fengum við bara að sitja þar og bíða í klukkutíma.
En í það heila frábær ferð :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home