9.1.06

Tónleikarnir

Tónleikarnir á laugardaginn voru frábærir. Auðvitað voru atriðin misgóð, en það eina sem þótti ekki gott var hvað Ghostigital fékk mikinn tíma.
KK var frábær, Björk var stórkostleg, SigurRós auðvitað frábær, þó hún hafi bara spilað eitt lag, Damion Rice var snilld, Hjálmar voru æði, Múm kom á óvart(hef aldrei hlustað á þá) og Bubbi stóð fyrir sínu.
Þetta voru held ég lengstu tónleikar sem ég hef staðið á. Byrjuðu um hálf 8 og voru ekki búnir fyrr en rúmlega 12.
Sem betur fer gat ég stolist til að sitja á pallinum, sem var fyrir fatlaða, áður en ég var rekin niður. Ætli ég hafi ekki verið rekin niður svona 5 sinnum :oP

Á föstudaginn fór ég til Ingu ístrubelgs. Við Inga, Björk og Dagný horfðum á Idol (ekki minn tebolli) og spiluðum(minn tebolli :o)). Við byrjuðum á Trivial, sem var lítið gaman. Held ég hafi kannski getað svarað einni spurningu rétt...
Svo spiluðum Catan. Ég var að spila þetta í fyrsta skipti og féll alveg fyrir því. Ég bara verð að eignast þetta spil!

Svo vil ég enda á því að óska Huldu skvísu til hamingju með síðuna sína nýju og allt hitt :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home