12.12.05

Stekkjastaur kominn til byggða... það þýðir að það eru bara 12 dagar til jóla.
Þar sem litli kútur er í fríi öll jólin, frá 20. des til 3. jan, ætla ég að taka mér eitthvað frí, svo það er til einhvers að hlakka.
Helgin var alveg stórfín. Fór á Jólaglögg/-hlaðborð í vinnunni á föstudaginn, með tilheyrandi vitleysu :o)
Á laugardaginn var lítið gert enda ekki allir jafnferskir ;o), en um kvöldið fórum við Júlli á alveg frábæra tónleika með Antony and the Johnsons. Maðurinn hefur alveg einstaka rödd og það var algjör unaður að sitja og hlusta á tónlistina hans.
Á sunnudaginn fórum við litla fjölskyldan í Árbæjarsafn og fengum smá gömul jól í æð. Rosalega gaman, en frekar kalt. Fórum svo til tengdaömmu í Grafarvogi í kaffi og jólakökur :o)

Næstu tveir miðvikudagar verða hressandi, sérstaklega fyrir veskið :oS. Endajaxlataka í þessari viku og heimsókn til heila- og taugaskurðlæknis í næstu viku, út af brjósklosinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home